Bara ef hann hefði getað bjargað ummælum Nóbelsskáldsins!

"Herranenn, er ekki hægt að lyfta umræðunni upp örlítið hærra plan...?" eru líklega fleygustu ummæli Halldórs Laxness, ekki hvað síst vegna þess að hann viðhafði þau í einum af fáum umræðuþáttu- og rökræðuþáttum í sjónvarpi, sem hann tók þátt í. 

Frammistaða Nóbelskáldsins í þessum þætti, þar sem tekist var á um álitamál í íslenskri menningu á einstaklega eftirminnilegan hátt, vakti gríðarlega athygli á sínum tíma, en því miður var bæði myndupptökunni og sérstakri hljóðupptöku fargað. 

Þá kostuðu myndbandsspólur morð fjár og ekki var fjármagn hjá Sjónvarpinu til að geyma nema hluta þeirra. 

Á þeim tíma var síðuhafi ritstjóri dagskrár og sér æ síðan eftir því að hafa ekki komið undan og varðveitt hljóðupptökuna með einhverjum ráðum.

Til að gera eiithvað, þótt seint væri, lagði ég ummælin á minnið og hélt þeim lifandi. 

Fór, ca 35 árum síðar í Kastljóssupptöku og flutti þau. 

Fékk þau viðbrögð frá þálifandi þátttakanda, að rétt hefði verið farið með.

Bara að Hafsteinn Filippusson hefði þá verið uppi og getað bjargað þessum ómetanlegu verðmætum frá glötun!


mbl.is Stendur vörð um íslenska menningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband