Halló! Ígildi drepsóttar eða faraldurs í gangi. Fleiri refsipunkta?

Í lítilli og lítt áberandi frétt frá Samgöngustofu á einhverjum netmiðlinum um daginn var greint fra því að í gangi sé eins konar faraldur í umferðinni sem hefur hefur gert "fjarverandi vegfarendur", (nýyrði síðuhafa) þ. e. ökumenn og aðra, sem eru uppteknir í símum eða við annan lestur og hlustun, að mestu slysaógn umferðarinnar.

Þetta er alveg ný ógn, á miðjum framfaratíma 21.aldarinnar. 

Fórnarlömbin eru oftast varnarlaus, - til dæmis þegar ekið er skyndilega yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir umferð á móti. 

Samt má telja líklegt, að slysin og öhöppin af völdum þessa fyrirbæris séu miklu fleiri en slysavaldarnir vilja viðurkenna.  

Hér á síðunni var farið yfir orsakir eins slíks lítt áberandi slyss um daginn, en það er til marks um hve algeng þau eru orðin, að þegar síðuhafi ræddi í síma við vin sinn um svipað leyti, bar hann sig ekki vel eftir að hafa lent í slíku slysi, þótt hann sjálfur hefði mátt þakka fyrir hve vel hann slapp úr því. 

Þetta slys var ansi dæmigert:

Hann stöðvaði bíl sinn við rautt umferðarljós en sá í baksýnisspeglinum bíl í nokkur hundruð metra fjarlægð koma á fullri ferð aftan að sér.

Vinur minn gat ekkert gert við því, bíðandi á rauðu ljósi, að hinum aðvífandi bíl var ekið aftan á hann í svo harkalegum árekstri, að bílarnir voru ónýtir á eftir. 

Eftir að síðuhafi fór að nota vespuvélhjól í umferð um götur borgarinnar var hægt að fylgjast betur með hegðun ökumanna við gatnamót en áður, til dæmis í kyrrstöðu þeirra við rauð umferðarljós, af því að lítið vélhjól er handhægara en bíll og gefur knapanum mun betri sjónarhorn en frá bílstjórasæti.

Ástæður hins nýja faraldurs blasa við: Það er skuggalega algengt hvað margir ökumenn eru uppteknir í símum sínum, - miklu fleiri en fólk heldur. 

Í tengdri umferðarfrétt er greint frá háum sektum fyrir hraðakstur og símanotkun. 

Hins vegar er áberandi hve margir hinna brotlegu eru á kraftmiklum og eyðslufrekum bílum og hugsanlega í þeirri aðstöðu að sektir hafi engin áhrif á þá. 

Eitt, sem hugsanlega væri til ráða auk bætts eftirlits er að gefa fleiri refsipunkta. 

Það munar um þá. 

  

 

 

 

 


mbl.is 240 þúsund króna sekt fyrir hraðakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Ómar

Þetta er vissulega mein sem þarf að taka á. Lagalega er nánast allt til staðar, nema kannski aukinn punktasöfnun sem þú bendir á, en að öðru leiti þarf ekkert að gera nema framkvæma. Lögregla landsins er vissulega fámenn og getur vart sinnt sínu lögbundna eftirliti. Þó gætu embættin komið sér saman um átak á þessu sviði, kannski gæti það leitt til að nokkur tími fáist til baka, ef slysum fækkar.

Gunnar Heiðarsson, 29.1.2019 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband