6.2.2019 | 23:27
Óskarinn vonandi ekki án kynnis framvegis.
Ef enginn sérstakur kynnir verður á Óskarsverðlaunahátíðinni í ár verðir ákveðinn eftirsjá fylgjandi því vegna þess hve góðir og eftirminnilegir margir slíkir hafa verið í gegnum tíðina.
Má þar til dæmis nefna gamanleikarann Bob Hope sem naut þess að nýta sérstaka tegund háðs, sem hann hafði þróað á löngum ferli og fara um víðan völl svo unun var á að horfa og hlýða á.
Nú er orðið svo langt síðan hann að hann notaði þróaða svipbrigðitækni sína til að gera það fyndið og háðskt, sem annars hefði fallið dautt niður ef einhver annar hefði sagt það, að í minningunn man ég bara eftir einni setningu.
Það var á fyrstu hátíðinni eftir sex daga stríðið þegar Ísraelsmenn lögðu undir sig Vestirbakkann, Golanhæðir, Gaza og Sínaí.
Ísraelsmenn höfðu notað franskar Mirage herþotur til þess að vinna sigra sína, en viðbrögð De Gaulle Frakklandsforseta, sem þótti líta stórt á sig og vera stórlyndur og einþykkur, voru þau að taka fyrir sölu franskra þotna til Ísraels.
Bob Hope útskýrði þetta með einni háðskri setningu: "De Gaulle var móðgaður úr í Ísraelsmenn fyrir það að hertaka fæðingarstað hans, Betlehem."
Það er athyglisvert að í meðal þúsund sinnum stærri þjóðar en Íslendingar eru, finnist ekki nógu góður kynnir fyrir eina hátíð, þótt fyrirvarinn sé orðinn stuttur.
Enginn kynnir á Óskarnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.