"The real thing" ber enn nafn með rentu.

"The real thing" er gamalt slagorð Coka-cola sem hefur verið orð að sönnu í meira en öld. 

Slagorðið "Egils appelsín - þetta eina sanna" er dálítið billeg eftiröpun. 

Fyrir um 30 árum var gerð tilraun til að framleiða koffínlaust Kók og mátti slíkt undur heita, því að koffínið og hvítasykurinn eru ekkert annað en lúmskt ávanabindandi fíkniefni, og auðvitað var koffínlaust Kók dæmt til að mistakast. 

Í fyrra dúkkaði upp Kók Cero með sítrónubragði og virtist það svalandi, en var tekið of fljótt af markaðnum til þess að reynsla fengist af því hvort það ætti erindi. 

Nýja bragðtegundin af Kókinu er forvitnileg, en ætli "the real thing" muni ekki lifa það af eins og flest annað. 


mbl.is Ný bragðtegund af Coke á markað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband