13.2.2019 | 18:35
Tuttugu milljónir í gróða á hverju ári?
Það má setja upp í reikningsdæmi hugsanlegan gróða af því að breyta kílómetrastöðu á vegalengdamælum 100 bíla um 20 þúsund kílómetra á hvern bíl.
Ef hver ekinn kílómetri út af fyrir sig reiknast á 10 krónur er dæmið:
10 x 20.000 x 100 = 20.000.000, tuttugu milljónir króna, og það á hverju rekstrarári.
Undrun vekur að reynt hafi í fyrsta að afneita þessu með því að einn starfsmaður hafi tekið upp á þessu upp á sitt eindæmi án þess að eigandi leigunnar vissi af því.
Hagsmunirnir blasa við: Sá sem græðir á þessu er auðvitað eigandi og seljandi bílaleigubílanna.
Ef starfsmaðurinn hafði gert þetta og hagnast, hefði það aðeins verið hægt með því að eigandinn hefði umbunað honum.
Vísa Procar úr SAF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.