Hvenær ætla fleiri að fylgja fordæmi forseta Íslands?

Forseti Íslands gaf fordæmi við síðasta úrskurð Kjaradóms og afsalaði sér hluta þeirrar launahækkunar, sem honum hafði verið úthlutað, með því að leggja verja henni til líknarmála. 

Nú hefur bæjarstjórn Kópavogs ákveðið að lækka laun sín um 15% og gefur þar með annað fordæmi. 

En hvenær ætlar "elíta" helstu valdamanna í stjórnmálum og efnahagslífi að gera eitthvað þessu líkt?


mbl.is Lækka laun bæjarfulltrúa um 15%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er vinsælt þessa dagana að vilja ekki borga launamönnum eins og taxtar eða samningar þeirra segja til um. Margir vilja beita þá þvingunum eða þrýstingi til að þeir þiggi lægri laun. En ég, eins og forsetinn, er samt tilbúinn til að afsala til einhvers að mínu vali næstu launahækkun, strax og ég fer yfir tvær og hálfa milljón á mánuði, slepp við allar skattagreiðslur og ríkið borgar fæði, klæði, ferðir og húsnæði.

Sem betur fer eru bæjarfulltrúar í Kópavogi ekki útlendir verkamenn. Þá hefðu einhverjir öskrað "félagsleg undirboð" eða eitthvað enn verra. Þá er bara að vona að einhverjir hagsmunaaðilar bæti ekki einhverjum sem lét til leiðast tekjutapið. Var það ekki Árni Johnsen sem sótti sínar greiðslur sjálfur þegar hann taldi kaupið ekki sanngjarnt?

Og einhverjir munu gleðjast yfir því að almenningur hafi knúið fram fordæmi fyrir því að borga ekki sambærileg laun fyrir sambærilega vinnu. Almenningur vill greinilega að laun séu bara eitthvað sem þvinga má niður þegar það hentar. Merkilegir tímar.

Vagn (IP-tala skráð) 14.2.2019 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband