Forréttindahugarfar aðals fyrri alda er lífseigt.

Í auðræðishagkerfi heimsins virðist visst forréttindahugarfar aðals fyrri alda lifa góðu lífi. Ótrúlega fáir einstaklingar eiga meirihluta allra eigna jarðarbúa og ráðskast með hagkerfi einstakra ríkja og alþjóðasamfélagsins að vild. 

Í efnahagskreppunni 2008 kom í ljós, að þessi elíta taldi sig ómissandi varðandi völd og eignarhald auðlinda vegna þess hve frábærum hæfileikum hún væri gædd. 

Af því leiddi sérstakt hagkerfi og margumrætt "starfsumhverfi" sem nefnt hefur verið svo oft í umræðum um laun íslensku bankastjóranna. 

Mikið var og er rætt um einstaklega þunga og mikla ábyrgð sem þessi valdastétt beri, en þegar syrti að í kreppunni, hagur fyrirtækjanna versnaði stórum og þau fóru jafnvel í gjaldþrot, urðu þau vandræði þvert á móti til þess að þetta sama afburðafólk taldi sig einmitt þurfa hærri laun vegna þess að það eitt hefði getu og hæfileika til að fást við afleiðingarnar af eigin stefnu og gjörðum. 

Þetta nær svo langt, að jafnvel þótt bankar eða önnur fyrirtæki séu ríkiseign, kemur hvað eftir annað í ljós að stjórnendur þeirra, svo sem bankaráðin, hafa fyrirmæli raunverulegra eigenda að engu, eins og hálfkjökrandi ráðherra efnahagsmála ber vitni um opinberlega. 


mbl.is Átti að fá hækkunina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er vandlifað. Ýmist er kvartað undan því að bankastjórar og bankaráð gangi erinda stórra eigenda eða að þeir hundsi óskir þeirra. Og það kallað elítuhugarfar og ofurlaun þegar bankastjórar þiggja svipuð laun og margir læknar og skipstjórar, 20% af launum forstjóra stoðtækjafyrirtækis.

Vagn (IP-tala skráð) 14.2.2019 kl. 09:19

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Bannað að segja svona Vagn.

Og bannað að segja að þeir sem selja fiskinn, hanna og smíða skipin, fjármagna smíði skipa, kaupa skuldir af að þrotum komnum ríkjum í aleigu öreiganna, séu neitt annað en vondir menn.

Sérstaklega eru fjárfestar sem fjármagna eitthvað alltaf vondir menn.

Og þar sem lífeyrissjóðirnir eiga annað hvort allt eða eru allstaðar, þá á almenningur ekkert, nema það að hann á lífeyrissjóðina, sem "eiga allt", og eru "alls staðar".

Merkilegt hve kommóða góða fólksins er alltaf með margar skúffur undir vonda fólkið.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 14.2.2019 kl. 12:07

3 identicon

Sæll Ómar.

Korteri í samninga þá
er þetta það pólitíska KO
sem innsiglar þá.
(hækkun einhvers í launum um 82% og samtals laun á mánuði á 6. milljón)

Nákvæmlega sama trixið og við Hafnartorg rétt fyrir kosningar.

Valdið sýnir sig, - yfirleitt er það nóg.

Húsari. (IP-tala skráð) 14.2.2019 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband