Spennandi rígur: Vetnisbílar - rafbílar.

Allt frá síðustu aldamótum hefur verið í gangi viss rígur á milli þeirra, sem deila um bestu leiðin til að leysa vandann vegna útskipta á orkugjöfum og minnkun útblásturs gróðurhúsalofttegunda. 

Þótt Toyota tæki ákveðna forystu í smíði tvinnbíla (hybrid) með Priusi, var ákveðið að setja stefnuna frekar á nota vetni sem orkubera heldur en lithium. 

Nú er Hyundai komið líka á vagninn, en nánast allir aðrir hafa stokkið á lithium og hina öru þróun og framfarir í gerð rafbíla með lithium rafhlöður. 

Stærsti ókostur lithium er það hve þungar rafhlöðurnar eru, 8 til 10 sinnum þyngri en bensín eða olía sem geyma sambærilega orku og drægni. 

Í þessu efni stendur vetnið mun framar og munar þar mestu um hina miklu drægni. 

En stórsóknin hjá hinum mikla fjölda annarra framleiðenda hefur leitt til þess að þeir hafa orðið á undan við að setja upp hleðslustöðvar. 

Þær vantar sárlega fyrir vetnisbílana frá Toyota og Hyundai og gerir þessi fæð það að verkum að einn af helstu kostum vetnisbílanna nýtist ekki; að hleðsla hvers bíls tekur miklu skemmri tíma. 

Einnig eru vetnisbílarnir ennþá of dýrir.

Kostir vetnisisns nýtast hins vegar vel fyrir almenningssamgöngur þar sem strætisvagnar fara ákveðnar leiðir daglega í leiðakerfum með hleðslustöðvum fyrir þá. 

Það sést á framboði Toyota á rafbílum, að fyrirtækið hefur sett fjárfestinguna frekar í vetnið en lithiumrafhlöðurnar. 

Úrval hybrid bíla er að vísu mikið, en raunveruleg orkuskipti eiga sér ekki stað vegna þess að öll orkan, sem sett er á bílana, er í formi bensíns eða dísilolíu. Og auglýsingar á hybrid bílunum eru afvegaleiðandi, vegna þess að þar er fullyrt um 50-50 skiptingu á aksturstíma milli rafvélar bílsins og bensínvélar, en slík skipting skiptir eigandann engu máli hvað snertir orkueyðsluna, heldur skiptir það máli, hve miklu eldsneyti bílarnir eyða miðað við vegalengd. 

Þegar þær tölur eru skoðaðar, er uppgefin eyðsla aðeins 20-25 prósent minni en á bíl með bensínvélina eina, sem er álíka eyðsla og á sambærilegum dísilbíl án hybrid tilhögunar. 

Eini hybrid bíllinn, sem er hægt að hlaða rafmagni utan frá, er Prius hybrid plug-in, og hefur sá bíll selst vel. 

Framundan eru spennandi tímar í togstreitu aðdáenda bíla, sem nota vetni sem orkubera og bíla, sem nota lithium sem orkubera.  

 


mbl.is Strætó býður út kaup vetnisvagna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband