16.2.2019 | 13:04
Slæmt fyrir ferðaþjónustuna almennt.
Procarmálið er slæmt fyrir íslenska ferðaþjónustu og orðspor hennar erlendis.
Eigendur hennar gerðu málið menn verra en það þó var, með því að ljúga svo áberandi um það í upphafi og beita svo fleiri lygum undanfærslum við, að það gerði málið miklu verra í hvert skipti.
Því verra sem málið er og þar með líkindi til umfjöllunar erlendis, því verra verður það fyrir ferðaþjónustuna og orðspor Íslands.
Þeir eru óheiðarlegir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Því miður þá erum við Íslendingar ekki heiðarlegasta fólkið á Jörðinni þetta mál er bara ein mynd af því
Áttum við ekki stærsta gjaldþrot mannkynssögunar ekki miðað við höfðatölu takið eftir svona ef við tökum stórt dæmi Íslendingar til að taka annað dæmi geta ekki farið í kringum landið sitt nema lenda í fjárhagslegri hættu hamborgari á 4000 þúsund krónur eftir skatt Það að venjulegur verkamaður sé heilan dag að vinna fyrir einum hamborgara fyrir skatt segir að það er ekkert skrítið að íslendigar geti ekki farið um landið sitt óhræddir um veskið sitt ekki er það betra hjá ferðamönnunum erlendu þó kaupmáttur þeirra sé tvöfallt meiri en okkar hér á Fróni því þeir óttast að geta ekki klárað dæmið að komist heim til sín án fjárhagsaðstoðar til að klára síðustu km með leigubíl eftir lendingu eftir flugið frá Íslandi
Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 16.2.2019 kl. 15:42
Svik og prettir þekkjast í öllum löndum, og sérstaklega í viðskiptum með bíla. Túristar kaupa lítið af bílum og það er því lítil ástæða til að óttast orðspor ferðaþjónustunnar vegna þessa máls.
Við áttum ekki stærsta gjaldþrot mannkynssögunar jafnvel þó miðað sé við höfðatölu.
Það er varla von til þess að almenningur geri raunhæfar kröfur þegar hugmyndirnar um laun og verðlag eru eins og í póstinum hér að ofan.
Lægstu byrjunarlaun eru rúmlega 1500 á klst, án allra uppbóta, þannig að venjulegur verkamaður er ekki heilan dag að vinna fyrir einum hamborgara. En algengt verð á hamborgara er undir 2000 krónum með meðlæti frönskum og gosi, en hæstu lágmarkslaun í heimi hafa sjálfsagt einhver áhrif á verðlag.
Vagn (IP-tala skráð) 16.2.2019 kl. 18:35
Her er frétt sem vottar það sem ég var að segja og gott betur af Þórarinni framkvæmdastjóra IKEA sjá link
https://www.frettabladid.is/frettir/saf-svarar-orarni-oolandi-a-sitja-undir-slikum-adrottunum
Og hér koma athugasemdirnar sem voru undir fréttinni
B.N. (IP-tala skráð) 16.2.2019 kl. 19:36
aa
Varaði við vatninu í krönunum en seldi sama vatn í flöskum á 400 krónur
B.N. (IP-tala skráð) 16.2.2019 kl. 20:09
Það er nokkuð hæpið að alhæfa um almennt okur út frá einu dæmi. Hvergi í heiminum er það talið okur að laun hinna lægst launuðu dugi ekki fyrir fæði á dýrustu hótelunum. Og einn hamborgari er einn hamborgari ekki 4, 6 eða 8. Ég gæti bent á hamborgara í London sem kostar 168.000 krónur.
Hamborgarabulla Tomasar, 120gr Tommaborgari, franskar og gos 1990. Dirty burgers and ribs, Hamborgari, franskar og gos 1990.
Það má sjá eitt dæmi 4900 kr kemur fram hjá einum í athugsasemdakefinu sem hamborgarasettið kostaði sem gerir um 20 þús krónur fyrir 4 manna fjöldskyldu svo hjónin þurfa að setja þetta á raðgreiðslu ef þau eru bæði verkamenn með 1500 krónur á tímann fyrir dagvinnuna fyrir skatt.
Ef þau eru bæði verkamenn með 1500 krónur á tímann fyrir dagvinnuna þá eru reiknuð útborguð laun þeirra með uppbótum samtals um 3500 á tímann, síðam bætast við barnabætur, orlofsuppbót, desemberuppbót og 5 vikna launað sumarfrí. En það nægir vissulega ekki til að geta borðað reglulega með fjölskyldunni á fínum hótelum og veitingastöðum og sennilega er ekki nýr Lexus í bílskúrnum.
Vagn (IP-tala skráð) 16.2.2019 kl. 22:16
Heldur fólk að það sé bara þessi leiga?
Oli (IP-tala skráð) 18.2.2019 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.