16.2.2019 | 19:34
Von um að fá herinn aftur?
Misjöfn viðbrogð hafa sést við komu Mike Pompeo til Íslands. Nokkrar ungliðahreyfingar mótmæltu stefnu Trumps, en síðan mátti sjá bloggskrif, sem hægt var að túlka þannig, að ummæli Pompei um að Ísland yrði ekki vanrækt lengur, væru byggð á því að vegna umræðu hér á landi í boði Samfylkingar um inngöngu í ESB hefðu Kanar hrokkið héðan í burtu 2006.
Sem hefði þar með verið hið versta mál að mati sumra netskrifara.
Varðandi það hverjum væri að kenna að varnarliðið fór 2006 er rétt að íhuga það, að sú brottför varð þegar hér hafði setið ríkisstjórn Sjalla og Framsóknar í ellefu ár samfellt, sem hafði eindregið beitt sér fyrir því að hafa herinn áfram.
Davíð skjallaði Bush forseta mjög í heimsókn i Hvíta húsið og hann og Halldór Ásgrímsson létu Íslendinga meira að segja setja Íslendiknga á lista yfir viljugar þjóðir til innrásar í Írak 2003.
Engu að síðar fór herinn í september 2006 án þess að umræða um ESB hefði nokkurn tíma komið til umræðu né heldur stjórnarandstöðuflokkarnir á þeim tíma.
Nú er engu líkara en að margir sjái von til aukinna hernaðarumsvifa Bandaríkjamanna hér á landi og láti sér vel líka yfirlýsingar Pompeo um það, hvernig uppskipting valda yfir heimskautssvæðinu verði á mili þjóðanna, sem að að því liggja.
Ísland verði ekki vanrækt lengur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fyrst að þú skrifar svona og snýrð út úr staðreyndum Ómar, þá get ég alveg eins skrifað að það mætti halda að þú vildir banna mesta, besta og tryggasta bandamanni íslensku þjóðarinnar og sem ábyrgist þjóðaröryggi hennar og þar með þitt líka, að stíga hér fæti til jarðar, á meðan þú heldur áfram að bera gömlu hetjudáðir þýsku og sovésku morðiðnaðarkerfanna á borð fyrir þjóðina, og sem þú virðist dá mest af öllu.
Við sem leggjum sjálf lítið fram okkur til varnar, allt allt of lítið, njótum ávallt þess að hafa Ómar Ragnarsson til að fyrirlíta flest það góða sem einhver hefur gert okkur.
Er ekki allt í lagi?
Gunnar Rögnvaldsson, 16.2.2019 kl. 20:24
Ég hef verið samþykkur aðild okkar að NATO alla tíð, en þessi aðild á 70 ára afmæli 30. mars næstkomandi.
Það þýðir hins vegar ekki að ég hafi afsalað mér rétti til að efast um sumar gerðir þessa bandalags. Vinur er sá er til vamms segir.
Ómar Ragnarsson, 16.2.2019 kl. 22:23
Utanríkisráðherra USA sem var hér í heimsókn lofaði að framvegis yrðu eðlileg samskipti við okkur sem vinarþjóð en ekki þessi kuldi í samskiptum sem Obama kom á vegna nokkra hrefna. Ef frú Clinton væri nú í Hvíta húsinu þá væri eflaust viðskiptabann komið á Ísland vegna þess dýraníðs að rýja rollunar sbr.
https://www.dailymail.co.uk/news/article-6710691/Boohoo-bans-wool-cruel-animals-campaigners-say-harm-sheep.html
Grímur (IP-tala skráð) 16.2.2019 kl. 23:25
Sæll Grímur,
Ég á alls ekki von á að stjórnvöld í Bandaríkjunum standi við einhver loforð, þessi lygaátylla (fake pretext) til að taka niður Venesúela (eða "Regime Change" stjórnv. í BNA.) er alls ekki til þess að styrkja traust milli ríkja, nú og alls ekki við Rússland, hvað þá Kína.
Það er ekki að sjá annað en að þeir ætli að taka Venesúela algjörlega niður, ekki bara með viðskiptaþvingunum, heldur einnig með öllum þessum banka-lokunum gegn Venesúela og öðrum aðferðum, svona rétt eins og þeir fóru með Líbýu, Írak og Sýrland fyrir strið.
En bæði Rússar og Kínverjar eru fyrir löngu búnir að sjá í gegnum þetta hjá stjórnvöldum í BNA. Nú og svo er Íran næst á dagsskrá fyrir NWO elítuna.
Nú og við eru alltaf að heyra svona líka stórmerkilegar fréttir, einnig frá mönnum hans Donald Trump um hvað það er nú gott fyrir fyrirtækin í Bandaríkjunum komist yfir alla þessa olíu þarna í Venesúela.
"It will make a big difference to the United States economically if we could have American oil companies invest in and produce the oil capabilities in Venezuela,” Bolton told Fox News in an interview..."
Þetta hefur hins vegar allt saman gengið mjög vel hjá CIA og félögum með að koma "Regime Change" á dagskrá, ekki satt?
Report: U.S.-Based Plane Caught Bringing Arms into Venezuela
Cuba Claims U.S. Has Begun Moving Special Forces into Caribbean to Get Closer to Venezuela
US Air Freight Company that Smuggled Weapons into Venezuela Linked to CIA “Black Site” Renditions
US plan for Latin America: ‘Venezuela is just the beginning’ – Daniel McAdams
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 17.2.2019 kl. 01:05
Ég tel að skyndilegt brotthvarf hersins hafi verið refsing fyrir að veita Bobby rìkisborgararétt 2005.
Þess vegna fòr Davìð ì bònför til Washington, en vissi upp à sig skömmina. Þvì mà segja að hann hafi rekið herinn à brott.
Niels R.G. (IP-tala skráð) 17.2.2019 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.