Refsingar eru grunnstef.

Athyglisvert er að skoða hvernig ferill núverandi Bandaríkjaforseta er varðaður orðum eins og "refsiagerðir", "viðskiptaþvinganir", "múr", "bann", "aðskilnaður"  o. s. frv. 

Hægt væri að setja upp langan lista mála af öllu tagi þar sem þetta er grunnstef. 

Í Bandaríkjunum er stærri hluti þjóðarinnar að jafnaði í fangelsi en í nokkru öðru landi á Vesturlöndum og í sumum ríkjunum er beitt dauðarefsingum. 

En Trump finnst það ekki nóg, heldur hrósar Kínverjum fyrir þeirra miklu hörku og miskunnarleysi hvað snertir dauðarefsingar og vill innleiða slíkt í sínu landi. 

Uppstilling hans á fíkniefnabölinu er einsleit: Það er allt erlendu glæpahyski að kenna, sem refsa á með beitingu dauðarefsinga. 

Ekki er minnst orði á þá staðreynd, að neyslan gæti auðvitað ekki orðið svona mikil nema vegna þess að það er eftirspurn eftir dópinu. 

Yfirvöld hamast aðeins á öðrum enda vandamálsins. 

Hægt er að vitna í skrif Trumps sjálfs þess efnis að það sé mikilvægt í viðskiptum að halda nákvæma skrá yfir keppinautana og þá sérstaklega yfir það sem þeir hefðu gert á hluta bókareigandans. 

Hann skyldi síðan hefna sín á þeim við fyrsta tækifæri. 

 


mbl.is Hrósar Kínverjum fyrir dauðarefsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú meir bullið í þér

Grímur (IP-tala skráð) 17.2.2019 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband