17.2.2019 | 21:05
Víkurkirkjugarður - heilög vé.
Á tímum Ingólfs Arnarsonar var sá átrúnaður útbreiddur allt frá Skandinavíu og vestur í Ameríku varðandi landnytjar, að enginn maður ætti rétt til bess að marka sér land nema að friðmælast við vættir landsins.
Enn eimir eftir af þessari hugsun hjá Grænlendingum, næstu nágrönnum okkar, varðandi það, að enginn viðurkenndur eignaréttur manna á landi er til þar í landi. Svonefndir landeigendur eru þar ekki til, - Grænland, þ. e. náttúra Grænlands, á sig sjálf.
Ingólfur var mikill trúmaður og einn hluti ásatrúar hans var að hafa nokkurs konar heimilisguði i formi öndvegissúlna við öndvegi hans í eldhúsi.
Í landnámsferð til Íslands hafði hann súlurnar með sér, sem í dag eru tákn og skjaldarmerki Reykjavíkur, sem voru á táknrænan hátt látnar fljóta á land í Reykjavík og haldin sérstök trúar- og fórnarhátið þar sem friðmælst var við landvættina.
Hafstraumar voru og eru þannig, að það hlýtur að hafa verið seinni tíma misskilningur að súlunum hafi verið varpað fyrir borð fyrir sunnan eða suðvestan land, því að straumar á því svæði liggja í norðvesturátt til Snæfellsness.
Hið rétta hlýtur að vera, að súlunum var varpað í sjó upp við land í Reykjavík.
"Þar fornar súlur flutu á land" er sungið í dag.
Þessi helgistaður, þar sem athöfnin fór fram, er því fyrsti og elsti helgistaður og síðar legstaður landsins, Víkurkirkjugarður, aðeins steinsnar frá húsi þar sem um hríð bjó listaskáldið góða Jónas Hallgrímson og átti þess kost að hefja þar andlega uppbyggingu dagsins með því að ganga út í þennan helga reit.
Ingólfur Arnarson tali, að vegna þess að Hjörleifur fóstbróðir hans var trúlaus og vildi ekki gera sáttmála við landvættina, hefði hann goldið fyrir það með lífi sínu.
Vígður helgistaður, sem markar sögu og feril kynslóðanna allt frá landnámi til okkar daga hlýtur að falla flestum fremur undir hugtakið heilög vé.
Líkt og Þingvellir eða Þjórsárver.
Í hinum heilögu véum í Reykjavík voru öndvegissúlurnar varðveittar í eldhúsi fyrstu aldir eftir landnám, heilagar, jafnt í ásatrú eða kristinni trú, eins konar brú á milli trúarbragða þjóðarsögu í þúsund ár.
VÍKURKIRKJUGARÐUR - HEILÖG VÉ.
Landsins vættir verji griðareit.
Hér voru unnin fögur trúarheit
er fornar súlur flutu hér á land
og friði lýst, sem ekkert veitti grand.
Sú sátt var hérna gerð sem halda á,
að helgistaðnum aldrei raska má.
Um aldir alda virtur vel hér sé
Víkurkirkjugarður, heilög vé!
Hvetja ráðherra til að ljúka friðlýsingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Lilja Alferðsdóttir sýndi það í Kastljósviðtalinu að hún er mjög viðkvæm KONA og ummæli sem gæti valdið henni hugsanlegu hugarangri og er nóg til að hún geri ekki neitt.
Grímur (IP-tala skráð) 17.2.2019 kl. 21:28
"Þessi helgistaður, þar sem athöfnin fór fram..."
Hvaða helgistaður? Hvaða athöfn? Ég tapa alveg þræðinum hérna.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.2.2019 kl. 03:03
Sál fólks fer úr líkama fólks um leið og það deyr
þannig að það er ekki verið að raska neinni ró á þessu svæði.
Þar sem að gröfin er orðin eldri en 100 ára að þá hefur enginn neinar tilfinningar til þessa beinagrinda sem að þarna eru.
Jón Þórhallsson, 18.2.2019 kl. 09:40
Hér var ró og hér var friður
hér voru kamrar settir niður.
Hér voru unnin fögur trúarheit
er fornir lortar féllu í jörð
og friði lýst, er út voru kreist hörð spörð.
Sú sátt var hérna gerð sem halda á,
að helgistaðnum aldrei raska má.
Um aldir alda virtur vel hér sé
lortur langafa, heilög vé!
Vagn (IP-tala skráð) 18.2.2019 kl. 12:24
Þarna var matjurtagarður lengi í kringum aldamótin. 1890 og frameftir. Ekki voru menn svo skynheilagir þá. Eftir að Hólavallagarður var tekinn í notkun var ekkert hugað að þessum garði og hann hvarf sjónum fljótlega á eftir. Þetta upphlaup er fáránlegt.
Ef mönnum er umhugað um hræin þarna, þá geta þeir bara flutt hann þau í vígða mold eins og gert hefur verið í flestum stórborgum heims. T.d. Eru katakombur Parísar geymsla fyrir bein úr görðum sem lagðir voru af undir byggingar í tímans rás.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.2.2019 kl. 18:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.