18.2.2019 | 10:05
"Víkurkirkjugarður - heilög vé", texti og lag á facebook.
VÍKURKIRKJUGARÐUR - HEILÖG VÉ.
Blær í laufi berst um Víkurgarð.
Blessun vefji þennan yndisarð.
Listaskáldið góða gekk hér um
og glæddi aleflingu´á andanum.
Frá ásatrú til kristni byggðu brú
bóndans helgu súlur, vígðar trú.
Þjóðarsagan, kyni frá til kyns,
kveikt á fyrsta degi landnámsins.
Blómavin sem gefur frið og grið
gleðja skal um aldir mannfólkið.
Órlög fólksins, forðum tíð og nú,
fá hér vængi´er njótum ég og þú.
Hérna greru sár og hjartamein.
Hérna féllu tár við kaldan stein.
Ótal minni´um unað hals og vífs;
andar, bæði liðinna og lífs.
Landsins vættir verji griðareit.
Þeim voru unnin fögur trúarheit,
er fornar súlur flutu hér á land
var friði lýst sem ekkert veiti grand.
Sú sáttagjörð er hér, sem halda á,
að helgistaðnum aldrei raska má.
Um aldir alda virtur vel hér sé
Víkurkirkjugarður, heilög vé!
Ákvörðun um friðun Víkurgarðs kynnt í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.