18.2.2019 | 18:50
Líka fávísi um nasismann. Áunnin fáfræði og afneitun.
Áberandi er þegar tekin eru viðtöl við nýnasista og aðra, sem hafa flykkst til fylgis við róttækar öfgahreyfingar, hve mjög þeim vefst tunga um tönn þegar þeir eru inntir eftir þekkingu á þeim fyrirmyndum sem þeir hafa sett á stall í skoðun sinni og hegðun.
Það varpar ljósi á ástæðu þess hvers vegna þessar hreyfingar ná miklu betri fótfestu nú en fyrr á árum.
Síðuhafi er í síminnkandi hópi fólks, sem man eftir þeirri tíð þegar mál nasista og fasista voru gerð upp í stíðinu mikla og næstu árin á eftir því.
Það þýðir, að hjá yfirgnæfandi og sístækkandi hluta þjóðfélagsins skortir á þekkingu á eðli og afleiðingum öfgastefanna, sem skóku heiminn á árunum 1930-1945.
Að stórum hluta er þetta líka fyrirbæri sem síðuhafi hefur kallað "áunna fáfræði", sem hluti af þeirri afneitun, sem nauðsynleg er til þess að búa til nýja og aðra mynd af stefnunum, sem voru grunnur þeirra hrikalegu voðaverka sem unnin voru, svo sem Helförinni, sem margir nýnasistar afneita raunar með öllu að hafi átt sér stað.
Við vorum einfaldlega fávís | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tek undir þetta Ómar.
En morðiðnaðarkerfi sósíalismans var þó enn verra. En í reynd er þetta saman skepnan, þ.e. alræðisskepnan: sósíalismi í einni eða annarri mynd; Þýskaland = þjóðarsósíalismi. Sovét = alþjóðasósíalismi og Fasismi var = þjóðnýting á stjórnmálum í þágu málstaðar.
Það liggur við það þurfi að fara að byggja múr utanum fávísina sem ríður ríkjum í dag, þar sem henni yrði haldið inni en sannleikanum ekki úti, eins og of mikið er um í dag. Sérstaklega með alla hina sósíalistísk indoktrineringu sem er í skólum og fjölmiðlum í dag, þannig að fréttalíkismaður DDRÚV spyrji ekki hvort það sé nasismi að vilja vernda Víkurkirkjugarð.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 18.2.2019 kl. 19:40
Stefnuskrá nazista er aðgengileg hér: https://simple.wikipedia.org/wiki/NSDAP_25_points_manifesto
Stefnuskrá fasista er aðgengileg hér: https://en.wikipedia.org/wiki/Fascist_Manifesto
Þarna er að finna merkilega hluti eins og það að þeir vilja hafa kosningaaldurinn 18 ára, þeir vilja lágmarkslaun, nota skattkerfið til að jafna kjörin, þjóðnýta stórfyrirtæki...
Kunnuglegt, ekki satt.
Þetta voru sósíalistar. Og eru.
Ásgrímur Hartmannsson, 18.2.2019 kl. 20:45
Í fáfræðinni liggur þó smá von þ.e. þegar þeir afneita voðaverkum nasista, enn verra væri ef þeim hefði verið þau full ljós og réttlætt þau samt.
Enn svo ber einnig á fáfræði úr hinni áttinni hjá þeim sem hatast við þjóðernisstefnu þ.e. þjóðhyggju sem andstæðu við hnattvæðingu og kalla rasisma.
Sú "fáfræði" er þó trúlegar í nösunum hjá þeim mörgum.
Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 18.2.2019 kl. 22:09
Sennilege hefur engin þjóð gert eins rækilega upp við fortíð sína í skólum og á opinberum vettvangi eins og Þjóðverjar.
En hins vegar má segja að stríðsárin hafi verið "tabú" meðal almennings áratugina eftir stríð. Þeir sem upplifðu þessa tíma sögðu fátt um þá og það voru fáir sem spurðu. Það mun hafa verið algengt að börn höfðu litla hugmynd um hvað foreldrarnir höfðu aðhafst í stríðinu.
Það var ekki fyrr en þegar þriðja kynslóðin óx úr grasi að hún fór að tala frjálslegar og spyrja afa sína og ömmur.
Sigmar Gabriel, fv. utanríkisráðherra Þýskalands, lýsti reyndar í viðtali fyrir nokkrum árum, viðhorfi nýlátins föður síns. Gamli maðurinn hélt fast við skoðanir sínar, hann kenndi Ameríkönum um allt sem aflaga fór, enda var hann gallharður nasisti fram í andlátið.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 18.2.2019 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.