Margfaldur ávinningur Sáda að verða kjarnorkuveldi.

Það á ekki að vekja neina undrun að helsta olíuframleiðsluríki heims vilji kjarnorkuvæða orkubúskap sinn. 

Nefnd er hernaðarleg ástæða, sú, að þeir geti þróað nýtingu kjarnorkunnar til að koma sér upp kjarnorkuvopnum og styrkt þannig hernaðaraðstöðu sína í þessum órólega hluta heims. 

Furðu myndi gegna ef Bandaríkjamenn reyndu ekki að hafa hemil á slíkri þróun, því að nógu eldfimt er ástandið samt. 

En hluti ástæðu fyrir kjarnorkuvæðingu Sáda gæti verið sú, að vegna vitneskju þeirra um það, hve mikil olía sé enn eftir í jörð, vilji þeir treina sér þær birgðir með því að framleiða kjarnorku að hluta til í staðinn. 

Þannig viðhalda þeir líka lengur sterkri stöðu inni sem olíuríki. 


mbl.is Trump vill veita Sádum kjarnorkutæknina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband