20.2.2019 | 10:13
Banaslys á einum af "svörtu blettunum": Snjallsímar eða ölvun.
Nokkrir vegarkaflar hér á landi hafa á sér augljóst óorð: Þar verða tíð banaslys. Þetta hafa stundum verið nefndir "svartir blettir".
Á öllum þeirra er aðeins ekið eina akrein í hvora átt. Bílar mætast og geta skollið saman ef annar eða báðir sveigja inn á öfugan vegarhelming.
Síðuhafi pikkar þennan pistil í endurhæfingu eftir að hafa verið sviftur mætti í öðrum handlegg og axlarbrotnað við það að á hjólabraut mætti hann hjólreiðamanni, sem var upptekinn við lestur og sveigði skyndilega yfir á öfugan vegarhelming.
Þegar rýnt er í orsakir þess að það verða svona mörg banaslys eða alvarleg slys af þessum völdum kemur óhugnanleg staðreynd í ljós: Orsakirnar eru tvær tegundir slysa, þar sem önnur tegundin er ný: Notkun snjallsíma.
Hin orsökin er ölvun við akstur.
Á einum kaflanum í vegakerfinu eru þeitta einu orsakirnar.
Um alla kaflana gildir það, að ef hægt er að aðskilja aksturstefnur með vegriði, yrðu ekki þessi alvarlegu slys.
Heyra má andmæli á þann veg að það nægi að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir ölvun eða notkun snjallsíma og að þá muni slysin hverfa án þess að fara þurfi í dýrar vegaframkvæmdir.
En við blasir, að í fyrsta lagi verður aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir mistök bílstjóra og að í öðru lagi kemur aðskilnaður aksturstefna með vegriði nær algerlega í veg fyrir þessi alvarlegustu slys.
75 brýr = 3.000 skilti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.