Ætluðum niður í bæ en var stefnt upp í Mosó. Erlendis í eigin borg.

Stundum þegar síðuhafi á erindi í sumum af nýrri hverfum höfuðborgarsvæðisins finnst honum hann vera kominn í útlenda borg. 

Kannast ekkert við húsin, einkum í skammdegismyrkrinu, og á stóru svæði í Körum og Sölum Kópavogs er ekki götuskilti á einni einustu götu, sem liggur út úr fjölmörgum hringtorgum á því svæði. 

Ef komið er niður í gömlu miðborgina í Reykjavík og ætluninn að þefa af gamalkunnugri íslenskri og reykvískri stemningu, er svipað uppi á teningnum, að það eru tómir útlendingar og eins og komið sé í erlenda borg. 

Á Laugavegi og vestur úr eru margar af grónum verslunum horfnar og auð húsakynnin víða. 

Eitt sinn ætluðum við hjónin að fara með strætó frá Spönginni niður í bæ. 

Fórum inn í vagn, sem samkvæmt merkingu virtist eiga að fara í vesturátt. 

Ekkert þýddi að tala við vagnstjórann, hann skildi ekki íslensku og trauðla ensku og ók af stað með því að taka beygju í hálfhring og stefna í austur. 

Fljótlega kom í ljós að hann var á leið upp í Mosfellsbæ. 

Þá forðuðum við okkur úr vagninum og hófum förina fótgangandi til baka, komin miklu lengra frá ákvörðunarstað en í upphafi. 


mbl.is Tóku strætó þegar enginn kom
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Mikið er gott að vera orðinn eldri borgari og hafa upplifað Bítlatíma, "rúntinn", sveitaböll og "Geitháls" svo eitthvað sé nefnt!!

Sigurður I B Guðmundsson, 26.2.2019 kl. 11:03

2 identicon

Paul McChartney hélt tónleika í Liverpool 12.12.18 sem ég var á.

Paul spurði salinn hvað margir væru frá Liverpool og um 10% af 11 þús manns lyfti upp höndunum svo spurði hann hvað margir væru ekki frá Liverpool þá lyfti restin upp hendinni þ.a.s. heimurinn þá sagði Paul McCharteney ok þetta er gott fyrir ferðaþjónustuna

Sendi link hér fyrir neðan af mér sem erlendur ferðamaður í Liverpool og heimamanninum Paul McChartney:)

https://www.google.com/search?client=firefox-b-d&q=baldvin+nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 26.2.2019 kl. 11:34

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég gleymdi: "Englis plís" fær maður oftar en ekki að heyra ef maður þarf að spyrja að einhverju!!

Sigurður I B Guðmundsson, 26.2.2019 kl. 11:34

4 identicon

Paul McCartney átti það að vera að sjálfsögðu fyrirgefið

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 26.2.2019 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband