26.2.2019 | 19:19
30 ára ending húsa eðlileg?
Fyrr í þessum bloggpistlum hefur verið bent á þá brotalöm í íslenskum byggingariðnaði, sem birtist í óeðlilega lítilli endingu margra bygginga. Dæmi um slíkt er hús OR, en afar misjöfn ending fleiri íslenskra húsa vekur spurningar.
En ekki má gleyma því, að flutt hafa verið inn frá útlöndum íbúðarhús, sem sérfróður byggingafræðingur telur að séu engan veginn gerðar fyrir íslenskar aðstæður og muni vart endast í meira en 30 ár.
Í slíku felst að sjálfsögðu gríðarlegt tjón fyrir þá, sem verða eigendur þessara húsa þegar ósköpin dynja yfir.
Íslenskar byggingar eru alveg sérstaklega stór hluti af þjóðarbúskapnum og þjóðlífinu vegna óblíðs veðurfars og um að ræða verðmæti sem skipta í það minnsta hundruðum milljarða króna.
Rannsóknastarfsemi á þessu sviði hefur verið fjársvelt og kominn tími til að fara rækilega í saumana á svo veigamiklu máli.
Blaut tuska verkalýðshreyfingarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Standa sig vel Viðlagasjoðshusin.
Bodvar Gudmundsson (IP-tala skráð) 26.2.2019 kl. 20:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.