1.3.2019 | 15:06
Ekki aðeins loftslagsmál, heldur líka þverrandi auðlindir.
Frá miðri síðustu öld og fram að 1990 lögðu Íslendingar í miklar fjárfestingar við að byggja hitaveitur um allt land til að hita upp hús með innlendum hitagjafa í staðinn fyrir kol og olíu, sem fram að því höfðu verið notuð.
Upp úr 1980 dundi olíukreppa yfir og þá munaði litlu að við kollsigldum okkur við þetta þegar verðbólgan komst upp í 130 prósent snemmsumars 1983.
En þegar frá leið kom í ljós að ef á heildina var litið og til langs tíma borgaði þetta sig.
Þeir menn, sem nú afneita sem óðast nauðsyn þess að skipta úr erlendum og mengandi orkugjöfum yfir í innlenda og hreina orkugjafa eru í raun að gera það sama og ef hér hefði verið harðsnúinn hópur valdamanna, sem hefði afneitað nauðsyn þess að losa okkur við kolin og olíuna til húsaupphitunar hér fyrr á tíð.
Það mikilvægt að muna þetta, því að orkuskiptin ein og sér eru óumdeilanlega nauðsynleg, hvort sem trúa því að loftslagsmálin séu mikilvæg eða afneita því með öllu.
Olían er takmörkuð auðlind, eins og sést á því að sjálfir Sádi-Arabar eru að undirbúa mikla kjarnorkuvæðingu í landi sínu, sem þó hefur búið yfir ódýrustu vinnslu olíunnar.
Þeir vita að það getur komið sér vel að treina olíubirgðirnar, bæði til þess að viðhalda markaðaðstöðunni á olíumarkaðnum og þeim völdum, sem hún gefur og einnig til þess að skiptingin yfir í aðra orkugjafa verði auðveldari.
Mikil vitundarvakning á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Þeir menn, sem nú afneita sem óðast nauðsyn þess að skipta úr erlendum og mengandi orkugjöfum yfir í innlenda og hreina orkugjaf"
Ég leifi mér að taka þetta, svolítið úr samhengi, því ég vil leggja áherzlu á að "innlenda" orkugjafa.
Auðvitað, eiga menn að nota innlenda orkugjafa ... en menn eiga ekki að nota slagorð, eins og "loftslagstrúarbrögð".
"Það mikilvægt að muna þetta, því að orkuskiptin ein og sér eru óumdeilanlega nauðsynleg, hvort sem trúa því að loftslagsmálin séu mikilvæg eða afneita því með öllu. "
Og þetta er alveg 100% rétt, hér er um að ræða að Ísland verði sjálfum sér nægt, og þurfi ekki að vera upp á erlenda aðila kominn. En Ómar, þú gleimir einu ... erlendir auðkýfingar eru svo ríkir, að það er erfitt fyrir okkur littlu labbakútana úti í haga að berjast við þá. George Soros, einn síns liðs ... setti all Svíþjóð á hausinn, 1993 ... Svíar í dag, eru alsherjar "Soros" aðdáendur ... allur hinn pólitíski aðall Svíþjóðar, eru með "The Stockholm Syndrome" í þessu máli, og öðrum.
Þetta á maður að hafa á bak við eyrum ... en ég styð þetta hjá þér, heilshugar ... Ísland á að nota eigin orkugjafa ...
Örn Einar Hansen, 1.3.2019 kl. 17:08
Auðvita eigum við að nota okkar eigin orku þar sem það er hægt, og það er gert.
Jarðhita og fossaafl er bara ekki svo auðvelt að nota í flutningum nema þar sem sporvagnar eru til staðar.
Þar bíður mikilvægt verkefni úrlausnar, því þó að vetnisrafalar séu þegar velþróaðir þá er hleðsla og geymsla á vetni ekki enn full þróuð til nota á almennings farartæki.
Hrólfur Þ Hraundal, 1.3.2019 kl. 21:07
Eru Kínverjar að taka forystuna í orkuskiptunum?
Þeir eru að taka í notkun "fjölorkuver" með risastórri rafhlöðu sem safnar allri umframorku: China zeigt uns wo es lang geht - Wind und Sonne - Ein Multienergiekraftwerk geht ans Netz
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 1.3.2019 kl. 22:54
Þú slepptir alveg vatnsaflinu í upptalningu þinni Ómar. Alveg rétt að hitaveitu nýting og lagnir oft um langa vegu voru mikið átak. Jafnvel þurfti ríkið í stöku tilfellum að hlaupa undir bagga eftir dýrar framkvæmdir sem stóðu tæpt fyrstu notkunarárin (T.d. Akureyri minnir mig) En stórhugur um landið borgaði sig með tíð og tíma.
þjóðin hefur líka notið góðs af virkjun vatnsafls og á nú orðið flestar stærri virkjanir afskrifaðar og þær mala gull. Ein vísbending þar er afkoma Landsvirkjunar sem slær nýtt met s.l. ár.
P.Valdimar Guðjónsson, 2.3.2019 kl. 01:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.