4.3.2019 | 11:06
Fjandsamleg yfirtaka.
Fjandsamleg yfirtaka heitir það þegar andstæðingar einhvers félags skipuleggja atburðarás, þar sem smalað er saman nógu mörgum til að fara inn á samkomu sem hefur stefnuvald, svo sem aðalfundur og stjórnin borin yfirliði í krafti fjölda.
Þekkt var það í aðdraganda Eyjabakkadeilunnar þegar andstæðingar stjórnar náttúruverndarfélagsins, sem barðist gegn Fljótsdalsvirkjun, fjölmenntu á aðalfund félagsins til að taka völdin.
Ekki man síðuhafi hverjar urðu lyktir þeirra deilna, en hugtakið fjandsamleg yfirtaka komst inn í umræðuna.
Húðlitur þarf ekki að vera aðalatriðið í kynþáttadeildum.
Meðan nasistar höfðu ekki byrjað fyrir alvöru það ætlunarverk sitt að hreinsa Evrópu af Gyðingum, þótti svörtum keppendum á Ólympíuleikunum í Berlín það sérkennilegt, að þar fengu þeir í fyrsta skipti á ævinni að gista á sama hóteli og hinir hvítu keppendur og fara í bað með hvítum og svörtum.
Og frægt var tilsvar Muhammads Ali þegar hann neitaði að gegna herþjónustu af trúarástæðum Múslimatrúar, sem fælist í því að hann, svartur maður, færi til Víetnam til að drepa gulan mann og gera það fyrir hvítan mann sem hefði rænt landi af rauðum manni með því að drepa hann.
Svartur nýnasistaleiðtogi á allra vörum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Undirritaður var einn þeirra 15-20 manna sem hafði veður af því að innan NAUST (Náttúrverndarsamtaka Austurlands) var stunduð áráðurs og kúgunarstefna og þeir sem ekki voru hlyntir öfgaskoðunum forystunnar í samtökunum, voru flæmdir úr þeim.
Fyrirhugaður var ársfundur á vegum NAUST í Snæfellsskála, þar sem samþykkja átti möglunarlaust allar ályktanir forystunnar. Aðal hugmyndafræðingur samtakanna og einn af stofnendum þeirra, ef ég man rétt, var Hjörleifur Guttormsson.
Þess vegna ákváðu nokkrir félagar af Stór-Reyðarfjarðarsvæðinu að skunda á fundinn, ganga í samtökin og öðlast með því atkvæðarétt um tillögu stjórnarinnar. Þetta var algjörlega óundirbúið en spontant viðbrögð við vinnubrögðum félagsins. Þessi "gjörningur" var einungis viðbrögð við ofríkinu og ofstækinu.
NAUST lét gera fyrir sig skýrslu um fyrirhugaðar framkvæmdir við Kárahnjúka, eftir að fallið hafði verið frá uppistöðulónum við Eyjabakka. Undir skýrsluna rituðu ýmsir "fræðingar" úr flestum geirum, s.s. hagfræðingar, náttúrufræðingar af ýmsum toga, og m.a.s. menntaðir sérfræðingar í ferðamálafræðum.
Skemmst er frá að segja, að eftir að skýrslunni hafði verið flaggað á netinu í nokkur ár frá aldamótum, hvarf hún algjörlega sjónum, enda skýrslan svo skelfilega vitlaus að fyrirjáanlegt var að innihald hennar myndi stórskaða þá er nafn sitt settu við hana.
Öfgabull í náttúruvernd er skaðlegt og fælir raunsætt og skynsamt fólk frá náttúruvernd. Það er sorglegt.
Þetta er nú bara sem ég man í svipinn um bullið í þessari skýrslu, en það var miklu fleira,
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.3.2019 kl. 17:08
Breytt loftslag, sem nú er þrætt fyrir af sömu m0nnum og vilja enn fá sem mest af LSD virkjuninni, olli því að hreindýrin gátu hrakist af fyrri lífsnauðsynlegum slóðum sínum norður og norðaustur um heiðar.
Kringilsárrani var friðaður á þeim tíma þegar hann og Hálsinn voru helsta von þeirra um að lifa af.
Nú er Kringilsárrani svipur hjá sjón og ég hef ekki séð eitt einasta hreindýr á Brúardalasvæðinu í áratug.
Og varla kjaft á ferli á jeppa.
Enginn sá fyrir ferðamannasprenginguna eftir gosin tvö 2010 og 2011.
Ómar Ragnarsson, 4.3.2019 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.