Tölur eins og af annarri plánetu. Ofurþjóð og undirþjóð.

Tölurnar sem sjást í frétt af launum innan Giltnis Holdco eru eins og af annarri plánetu og eru enn eitt dæmið um sér hagkerfi ofurlaunafólks, sem engin bönd fá hamið. 

Innan hagkerfis okkar eru tvær þjóðir, annars vegar ofurþjóð, hin ósnertanlegu, og hin vegar undirþjóð. 

Ofurþjóðin tengist síðan stórum hluta þjóðarinnar, sem er um langt skeið búið að búa sér til hugtakið "sjálftökufólk". 


mbl.is Með 85-100 þúsund krónur á tímann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ja, þetta eru nú reyndar útlendingar, svo þeir koma þjóðinni kannski ekki svo mikið við. Og þess utan eru dagarnir frekar fáir.

Ég hugsa að þetta snúist fremur um að það sé verið að kaupa einhverja mjög sérhæfða þekkingu. Hún kostar sitt.

Þorsteinn Siglaugsson, 5.3.2019 kl. 00:09

2 identicon

Þessi útlendu fífl láta erlendu eigendurna borga sér minna en tannlæknirinn minn og hann nær ekki hálfum tekjum skipstjóra. Það er e.t.v. ástæða þess að erlendu eigendurnir réðu ekki Íslendinga í störfin.

Synd að hér skuli vera ofurþjóð sem í krafti menntunar, sérþekkingar og dugnaðar sæki sér margföld laun þeirra sem helst vilja bara sópa gólf í dagvinnu út ævina. Eða er það synd að leti og metnaðarleysi sé orðið svo yfirgengilegt að það sé orðin eðlileg krafa að auðvelt og þægilegt sé að lifa sem heilalaust letiblóð á lágmarkslaunum?

Vagn (IP-tala skráð) 5.3.2019 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband