Endalausar framfarir? Vonandi í slysavörnum.

Þegar fyrstu farsímarnir komu á markað hér á landi snemma á níunda áratug síðstu aldar, voru þeir stórir og þungir og heldur ólónlegir hlunkar.

Íslenska nýyrðið sími þýddi upphaflega þráður og var það mjög snjallt að taka þetta nafn upp, því að það var miklu styttra en erlenda orðið telephone.  

Í sögubókum stendur að sunnlenskir bændur hafi riðið til Reykjavíkur til þess að mótmæla símanum, en það er gróf einföldun, því að þeir vildu frekar fá beint þráðlaust samband við landið áður en sjálfur sæsíminn og landssíminn kæmu. 

Tilkoma farsímans um 80 árum síðar var því að því leyti sigur fyrir þessa fylgjendur þráðlausra samskipta, að í farsímanum fólst sú bylting að hann var þráðlaus, og að því leyti átti orðið sími sem efnisleg samskiptatenging ekki við. 

Hafi tilkoma farsímans verið bylting, var sú bylting þó aðeins smámunir einir miðað við þá gagngeru byltingu sem orðið hefur síðan og ekkert lát virðist ætla að verða á. 

Gleður það gamlan burðarkarl gamla hlunksins mikið, hve endalaus þessi framför virðist ætla að verða. 

Ekki er fyrirbærið þó gallalaust. Mikið áhyggjuefni er að lestur á farsíma og önnur tól er að verða að skæðustu ógninni í umferðinni varðandi alvarleg slys og banaslys. 

En það hlýtur að finnast lausn með notkun ítrustu snjalltækni, til þess að sporna gegn þessu, svo sem með samvinnu framleiðenda farartækja og snjallsíma, sem felur í sér innbyggðan búnað sem slekkur á álestrarskjám næst ökumanni um leið og ekið er af stað. 


mbl.is 5G farsímanet handan við hornið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki nýtt vandamál að ökumenn séu með athygglina við annað en aksturinn. Spennandi fréttir í Vísi eða Dagblaðinu í gamla daga kostuðu nokkra árskstra þar sem reynt var að aka og lesa. Sígarettur sem bílstjórar misstu kostuðu slys. Í dag er það skjárinn. En hvað glepur svo bílstjóra eftir 10 ár getum við ekki sagt. Lausn sem við finnum í dag getur auðveldlega verið orðin úrelt á morgun ef hún miðast við eitthvað sem stöðugt breytist en ekki vandamálið sjálft.

Eðlilegast, og auðveldast, er að útbúa bílana þannig að kæruleysi og sofandaháttur bílstjóra leiði ekki til slysa. Að þegar hætta steðjar að taki bíllinn völdin.

Vagn (IP-tala skráð) 10.3.2019 kl. 19:40

2 identicon

Eftirlitsmyndavél í hvern bíl og málið leyst um ókomna framtíð þ.a.s. ef engin her kemst yfir takann til að slökkva á rafmagninu

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 10.3.2019 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband