11.3.2019 | 04:21
Tvö slys í klifri eftir flugtak á sömu nýju þotugerðinni.
Að sjálfsögðu verður ekki hægt að fullyrða neitt um orsakir hins hörmulega slyss suðaustur af Addis Ababa.
Ethiopian airlines hefur um langt skeið verið eitt helsta stolt Eþíópíumanna og flugslysið er því mikið áfall fyrir þá.
Varla verður þó hjá því komist að taka eftir þremur atriðum sem eru sameiginleg hinum tveimur mannskæðu slysum, sem hafa orðið á nýjustu gerð langvinsælustu farþegaþotu í heimi, Boeing 737.
1. Vélarnar eru báðar nýjar, hlaðnar tæknibúnaði í fremstu röð.
2. Þær farast báðar í upphafi flugs og í fyrra slysinu hefur athyglin í rannsókninni beinst að afar fullkomnum en flóknum sjálfvirkum stýribúnaði.
3. Í báðum tilfellum gefst flugstjórunum ekki tími til að tilkynna hvað það sé nákvæmlega, sem veldur því að þeir óska aftir að snúa sem snarast við. Viðfangsefnið virðist vera það flókið, að fyrsta boðorð flugmanna, að fljúga vélinni, hefur krafist allrar athygli þeirra og krafta.
Þess má geta að fyrstu slysin á Comet-þotum Breta, sem voru fyrstu farþegaþoturnar í flugsögunni, urðu við svipaðaðar aðstæður, eftir að þoturnar höfðu klifrað í svipaða flughæð í fluginu.
Bjöllurnar fóru samt ekki að hringja fyrr en eftir að þetta hafði gerst einum of oft á svipaðan hátt til þess að það gæti verið eðlilegt.
Ástandið um borð í 737 vélunum minnir talsvert á alvarlegasta atvikið á Airbus A380, stærstu farþegaþotu heims, þar sem ljósin og pípin sem kviknuðu við bilun í leiðslu í hreyfli, voru svo yfirgengilega mörg og ruglandi í krafti þess hvað aðvörunar- og sjálfstýrikerfið var flókið, að aðeins einstök snilld flugstjóranna, hugarró og skipuleg hugsun, gerði þeim klayft að vinna fram úr vandanum og lenda þotunni án þess að slys yrðu á fólki.
Flugsagan geymir ýmis dæmi um það, að sjálfvirknin og tæknin geti orðið það flókin, að það eitt valdi því að illa fari.
Norðmaðurinn í Nairobi-fluginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það var reyndar ekki bilun í stjórntækjum sem felldi Comet þoturnar heldur veikleiki í hönnun skrokksins. Það nýmæli að hafa farþegaglugga ferhyrnda varð til þess að sprungur mynduðust í hornum glugganna, sem stækkuðu þar til vélin rifnaði í sundur. Það var hægt að breyta þessu og laga en óorðið var þegar orðið svo mikið að enginn vildi lengur fljúg í Comet. Þetta var dýrasta rannsókn í flugsögu breta.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.3.2019 kl. 08:47
Rétt Ómar sjálfvirknin er orðin allt of mikil. Það er ekki orðin möguleiki að greina milli bilanna í varnarkerfinu eða raunverulegra bilana. Menn sitja þarna ærðir af hávaða og jafnvel titring eð ekki hristing eins og það sé eina aðferðin til að tilkynna bilanir til flugmanna. Kerfið er það flókið að verkfræðingarnir geta ekki sett silence hnapp. Veit engin hvað skeði í raun.?
Valdimar Samúelsson, 11.3.2019 kl. 11:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.