11.3.2019 | 18:31
Erfitt að vinna úr vitnisburðum.
Gömul reynsla sýnir að afar erfitt getur verið að vinna úr vitnisburðum hvað snertir flugslys.
Því veldur það eðli vitnisburða, að það sú atburðarás, sem vitnið telur sig "muna" er ekki eins og þrykkt á kvikmynd, heldur eftirlíking heilans á þeim áreitum, sem skynfærin nema.
Þá geta einstök atriði óafvitandi færst til í tíma, svo sem það, hvenær sprenging verður.
Langoftast verður mikil sprenging þegar flugvél skellur til jarðar, en í vitnisburðum snýst þetta við; mikil sprenging verður fyrst, og síðan fellur flugvélin til jarðar.
Þetta fyrirbrigði stafar af þvi, að þegar heilinn raðar atriðum atburðarásarinnar, verður sennilegasta atburðarásin oft ofan á hvað varðar orsök og afleiðingu.
Það passar betur í myndina að sprengingin og eldurinn komi fyrst og síðan komi hrapið.
Síðan flækir það líka málin, að hljóð berst miklu hægar en ljós, eða um 200 þúsund sinnum hægar.
Það eitt getur fært hljóðið til í atburðarásinni, sem vitnið "man" og sett hljóðið eða sprenginguna aftarlega í atburðarásina.
Ofangreind atriði hefur síðuhöfundur dregið saman í áránna rás við lestur stórra blaðagreina um þetta og eftir umfjöllun um þetta í námsefni lagadeildar Háskóla Íslands.
Og þurfti eitt sinn að endurskoða eigin framburð sem vitni að flugslysi þegar hann krufði hann til mergjar.
Sveigði til og tók dýfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sá sem "skrifar" þessa frétt hefur greinilega byrjað á að "Googla" og laga til eftir sig en aðeins gleymt sér í tvítekningu...: „Ég var uppi í fjalli í nágrenninu þegar ég sá flugvélina koma og beygja svo með mikinn smók aftan úr sér,“ segir Gebeyehu Fikadu við CNN. Hann hafi svo séð hana hrapa. „Hún hrapaði með miklum hvelli. Er hún hrapaði flaug farangur brennandi um. Áður en vélin hrapaði þá sveigði hún til hliðanna og tók dýfur og mikinn reyk lagði aftan úr henni." - Hún var sem sagt með "smók" aftan úr sér.........
Már Elíson, 12.3.2019 kl. 07:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.