Það liggur svo mikið á!

1997 var birt áætlun um að virkja allt norðausturhálendið eins og það legði sig og reisa risaálver á Reyðarfirði upp á 1.5 milljónir tonna af áli á ári. 

Tveimur árum fyrr hafði verið sent út grátbeiðni íslenskra stjórnvalda til stóriðjufyrirtækja heimsins um að öll orka Íslands yrði að seljast á lægsta verði í heimi; "lowest engergie prize with flexible environmentan assessment,"  þ.e. með nógu sveigjanlegu mati á umhverfisáhrifum til þess að stóriðjan þyrfti engar áhyggjur að hafa af því 

Síðan þa hafa með reglulegu millibili birst stórkarlalegaar fyrirætlanir í svipuðum dúr. 

2007 var svo komið að alls sex risaálver voru á dagskrá, Helguvík, Grundartangi, Þorlákshöfn, Straumsvík, Bakki og Reyðarfjörður sem myndu svelgja í sig alla virkjanlega orku landsins og ganga endanlega frá náttúruverndarverðmætum þess. 

Hrunið seinkaði þessu og síðar það, sem sagt hafði verið að yrði óhugsandi og ómögulegt og flokkaðist í lítilsvirðingartón sem "eitthvað annað." 

Nú stendur yfir margþættur undirbúningur undir nýjan orkupakka og sæstrengi, í svipaðri hugsun. 

Og ekki hefur verið hætt við fyrirætlanir um álver norðan við Blönduós svo vitað sé. 

Samhliða þessu hefur verið hrundið af stað stórsókn með því upphaflega markmiði að tífalda fiskeldi í sjókvíum við landið á fáum árum og lokka inn innrás norskra auðjöfra í þeim efnum. 

Í fréttum í kvöld á ljósvakanum var sagt með gróðaglampa í augum: "Fiskkeldið er stóriðja sjávarins."  

Senn verður aldarfjórðungur frá upphafi stórsóknarinnar varðandi auðlindir Íslands til lands og sjávar, og sem fyrr liggur svo óskaplega mikið á. 

Hvers vegna? 


mbl.is Boðar til málþings um áhættumatið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband