Er lausnin virkilega sú að allir borgarar séu þungvopnaðir?

"Only a good guy with a gun can stop a bad guy with a gun."  Þetta trúaratriði má nú sjá á lofti varðandi hryðjuverkið í Christchurch. 

Líka, að það muni koma í veg fyrir svona hervirki, að jafnan sé til taks þyrla og sérsveit til þess að stöðva illvirkið. 

Fram hefur komið að illvirkið tók 17 mínútur. Halda menn virkilega að sérsveitarþyrla sé komin á hvaða morðstað sem er á svo skömmum tíma?

Morðinginn var með fimm lögleg skotvopn meðferðis.

Til þess að jafna þann leik þarf væntanlega að gefa hverjum friðsömum borgara kost á að hafa að minnsta kosti jafn mörg skotvopn á sér líka til sjálfsvarnar. 

Er líklegt að þetta sé "lausn"? Að hver maður með fimm lögleg skotvopn sé trygging fyrir friði? 

Dettur engum í hug, að það hefði breytt einhverju ef komið væri í veg fyrir svo stórkarlalega löglega skotvopnaeign? 


mbl.is „Byssulög munu taka breytingum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hver var bakgrunnur þessa manns?

Var hann félagi í einhverju óæskilegu félagi?

Jón Þórhallsson, 16.3.2019 kl. 09:11

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Omar komon. Vopnaðu allan heiminn. Hverjir drepa.? Allir eða örfáir. 0.1 % kannski. Ef þessi eini ætlar að drepa þá eru menn komnir á hann um leið. Breytum þessu aðeins. Allir karlmenn yfir 18 ára og ef einhver skólastrákur gerði sig líklegan að drepa hóp nemenda þá eru margir búnir að ná honum niður. Í dag ganga menn óhræddir inn í mannþröng og byrja að drepa allt kvikt.

Valdimar Samúelsson, 16.3.2019 kl. 10:09

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Svo þú vitir það þá kom þessi morðingi við á Íslandi meðal annarra landa. Ég tel líklegt að hann hafi verið að velja aumkunar og saklaust land til að gera ætlunarverk sitt. Já hefði inn í Moskunni verið vopnaður þá hefðu færri dáið.  

Valdimar Samúelsson, 16.3.2019 kl. 10:12

4 Smámynd: Már Elíson

Valdimar #3 - Þú ert sem sagt einlægur stuðningsmaður frekara og sífellds  ofbeldis ? - NB...Hvar býrð þú í heiminum ?

Már Elíson, 16.3.2019 kl. 10:19

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Í raun þarf bara að leyfa þeim sem vilja að vopnast.  Það skapar strax efa hjá þeim sem standa í svona löguðu, og ef þeir hefja eitthvað, þá er alltaf einhver rétt hjá til að stöðva þá.

Best að þvinga engan í neitt.

Það að setja alltaf lögguna í þetta breytir engu.  Hún er alltaf korter á staðinn, minnst.

Ásgrímur Hartmannsson, 16.3.2019 kl. 11:56

6 identicon

Svíar breyttu sínum vopnalögum fyrir all mörgum árum.
Nú má hver Svíi ekki eiga fleiri en 5 byssur en áður voru það 7 byssur.
Kanadamenn og Svíar eiga hlutfallslega fleiri vopn en Ameríkanar til dæmis og ekki eru þeir að skjóta múslima - allavega ekki ennþá!

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 16.3.2019 kl. 12:25

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Alltaf byrja alhæfingar og öfgaumræða. 

Eg þekki flinkan mann hér í Orlando. Algeran reglumann og fjölskylduföður. Hann fer ekki úr húsi nema með skammbyssu innan á sér. Ég treysti þessum manni og finnst gott að vera með honum. Og það eru margir sem ganga hér með vopn innanklæða.Áreiðanlega einhverjir sem ekki er treystandi en slíkt má eitthvað laga með harðari reglum. Fjöldi byssanna skiptir auðvitað engu máli. Það þarf bara eina og að miðað  sé rétt t.d. með laser eins og þessi kunningi minn hefur á sin ni litlu byssu.

Valdimar Samúelsson upplýsir að morðinginn frá ChristChurch hafi komið við á Íslandi. Hvaðp var hann að gera þar?

Halldór Jónsson, 16.3.2019 kl. 13:03

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Fyrir flesta eru vopn ekkert annað en sportveiðitæki eins og byssur og bogar voru og eru enn í dag.

Það að meina mönnum að eiga Peacemaker er skerðing á mannréttindum. Ef við tökum Ísland þar sem vopn voru bönnuð 1354 nema fyrir fáa útvalda. Bændur urðu að sarga í gegn um ull með vasahníf til að lóga kindum sem gáfust upp á fjöllum. Allt þetta er vegna heilögu elítunnar sem hafði ekki alveg hreina samvisku gagnvart almenning.

Heimska að banna byssur er svipuð og að reyna að breyta veðrinu með því að banna jarðefnaeldsneyti enda er þetta saman hugmyndafræði vinstri manna um altanheim. 

Menn bjarga lífum sýnum og annarra með byssum. Eru menn búnir að gleyma dýrum sem ráðast á menn.vitskertir menn á víðavangi ásamt trúarofstækismönnum en við höfum tæknilega 60 milljón óvini sem hafa verið að murka Kristna menn.Er fólk búið að gleyma. Ekki eru menn hissa að einhverjir kristnir verða skrítnir líka.    

Valdimar Samúelsson, 16.3.2019 kl. 15:03

9 identicon

Slysaskot og óviljaverk eru algengasta ástæða dauðsfalla og alvarlega slysa af völdum skotvopna. Þar liggur yfir 90% vandans. En það ratar ekki í fjölmiðla. Undantekningin, glæpamaður eða stakur geðsjúklingur með byssu, ratar í fjölmiðla. Þess vegna halda margir fáfróðir að sú undantekning sé aðalatriði og fjölgun byssumanna sé einhver lausn. Þeir gera sér ekki grein fyrir því hvert raunverulega vandamálið er. Raunverulega vandamálið er fjöldi byssumanna, aðgengi almennings að skotvopnum. Raunverulega vandamálið er 5 ára sem finnur byssu pabba og skýtur leikfélaga sinn, pabbinn sem óvart hleypir af og lamar dóttur sína, afinn sem hélt að byssan væri ekki hlaðin. Þar eru flest fórnarlömbin.

Vagn (IP-tala skráð) 16.3.2019 kl. 16:03

10 identicon

Partur af lausninni er að við sýnum ekki áhuga á því sem glæpamennirnir vilja eins og að leita að með logandi ljósi af myndbandinu sem þessi í Nýja Sjálandi sem dæmi gerði til að sýna jarðabúum.

Ég er mikið á ferðinni og það var sama hver ég kom við um tíma það voru margir mjög uppteknir að leita af myndbandinu af glæpnum eða að horfa á myndbandið sem sýndi mér að glæpurinn sem glæpamaðurinn hafði tekið upp meðan hann framdi ódæðið var til að fá sem flesta með sér til að búa til reiði og ótta

Því miður sigarði glæpamaðurinn þessa lotu myndbandið fer eins og eldur í sinu um heiminn!

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 16.3.2019 kl. 16:13

11 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Vélbyssuhreiður í allar kirkjur, moskur og sýnagógur strax!

Þorsteinn Siglaugsson, 16.3.2019 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband