19.3.2019 | 17:15
"Mikil breidd í kastinu..."
Greinilegt er á viðtökum við söngleiknum Matthildi, að sýningin er einkar vel heppnuð og brosin ná út að eyrum á myndunum, sem fylgja frásögninni af frumsýningunni.
Þetta sýnir mikla grósku í leikhúslífinu og styrkleika leikhúsanna og leiklistarinnar, sem er mikilvæg fyrir íslenska menningu.
Þess vegna hnykkti síðuhafa við í gærkvöldi, þegar hann heyrði ekki betur álengdar en að sagt væri í umsögn á RÚV um sýninguna að "það væri mikil breidd í kastinu."
Þetta var eins og að slegið hefði saman menningarfréttum og íþróttafréttum af innanhússmóti í köstum, hvernig sem það gengur nú upp að það sé breidd í kastinu hjá einhverjum.
En það var verið að tala um leikhúshópinn eða sviðshópinn en ekki kast.
Hins vegar virðist þannig komið málum, að kvikmyndargerðarfólk og leikhúsfólk getur ómögulega annað en tönnlast á því að tala um "krúin" og "köstin" þegar verið er að tala um leikhúpa og kvikmyndagerðarfólk.
Frumsýning á Matthildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.