19.3.2019 | 23:13
Borg umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs.
Ef síðuhafa misminnir ekki, fékk Reykjavíkurborg umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir nokkrum árum.
Samt er það svo að þegar mágkonan kemur í heimssókn suður til Reykjavíkur frá Bolungarvík og það er austanátt, undrast hún brennisteinsfýluna sem fyllir loftið frá virkjunum, sem er byggðar eru á rányrkju.
Og fyrstu viðbrögð síðuhafa komandi til Reykjavíkur frá Brussel í síðustu viku með flensu á lokastigi var að fá rækilegt hóstakast vegna svifryks.
Einn vinunum á bíl í Sviss, sem hann notar við hlutastarfsvinnu sína þar. Aldrei þarf að hafa áhyggjur af því að dusta rykið af honum, en hér heima er bíll hans stundum grútskítugur þegar hann kemur heim frá Sviss vegna ryksins í loftinu.
Einn erlendur ferðamaður sagði frá því í sjónvarpsfrétt yfir nokkrum dögum að heita vatnið hjá okkur væri algert skólp.
Hefur líkast til ekki fengið að vita hvers vegna.
Það eru ár og áratugir síðan kominn var tími til að taka til hendi eins og nú er loks byrjað á í svonefndum loftgæðamálum, sem stundum mætti alveg eins kalla loftmengunarmál.
Skoði að hafa frítt í strætó á gráum dögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.