29.3.2019 | 07:54
Orkunýtni - koma svo!
Í ágúst 2016 fór síðuhafi í rúmlega sólarhrings ferð hringinn í kringum landið á "vespu"hjólinu "Létti", Honda PCX 125 cc til þess að vekja athygli á því að á meðan orkuskipti eru að komast á, er hægt að flýta fyrir þeim og ná talsverðum árangri án þess að kaupa rafbíl fyrir allt frá fjórum milljónum króna.
Í ágúst 2015 hafði verið farið á rafafli eingöngu á rafreiðhjólinu Sörla frá Akureyri til Reykjavíkur um Hvalfjörð á alls tæpum tveimur sólarhringum fyrir aðeins 115 krónur í orkukostnað.
Þetta var gert undir kjörorðinu "Orkuskipti - koma svo!" og voru sett rafhjólamet, sem enn standa, svo sem að fara 189 km á einni hleðslu.
Á myndinni er Sörli í hleðslu á bensínstöð í Borgarnesi, en í baksýn má sjá tölvu og annan búnað sem var með í ferðinni.
Hjólið Léttir er tiu sinnum ódýrari og tíu sinnum léttari farkostur en hreinn rafbíll og eyðir samt aðeins 2,2 lítrum á hundraðið af bensíni innanbæjar, en 2,5 utanbæjar.
Orkukostnaður frá Reykjavik til Akureyrar var 1900 krónur.
Kolefnisfótspor við það að vinna fyrir kostnaði vegna fjármögnunar og reksturs vespuhjólsins og vegna framleiðslu þess og förgunar er augljóslega margfalt minni er vegna tíu sinnum dýrari og þyngri rafbils eða tengiltvinnbíls.
Líklega fer svona hjól nálægt því að vera álíka vistmilt og rafbíll.
Á myndinni er Léttir við Möðrudal með Herðubreið í baksýn í tveggja hringja 2000 kílómetra trúbador-ferð 2017, með hljómflutningskerfi í farangurshólfi aftan á.
Ef tengiltvinnbíll er hlaðinn reglulega er raundrægni innanbæjar í kringum 30 kílómetra, en meðalvegalengd í borgarakstri er einmitt um 30 kílómetrar á dag.
Hybrid-bilar, sem ganga raun eingöngu fyrir bensínafli, (það er ekki hægt að tengja þá við rafafl utan bílsins) þótt það sé að hluta til fært yfir í rafmótor í akstri, eyða að vísu um 20-25% minna bensíni en samsvarandi hreinir bensíonbílar samkvæmt upplýsingum framleiðenda, en eru líka talslvert dýrari í innkaupi.
Reynsla síðuhafa af akstri Priusbíls var sú, að sparneytnin sé að hluta til ofmetin.
Og tal um að hybrid bílar gangi 50 prósent fyrir rafafli er miðað við tímalengd, en í raunakstri hybrid bíla nýtist rafvélin að mestu leyti í lulli eða niður brekku, eins og eyðslutölur sýna glögglega.
Tengiltvinnbíll er dæmi um að hægt sé að laga sig að kjörorðinu "Orkunýtni - koma svo!" á meðan rafvæðing bílaflotans er að ganga yfir.
Nýr Kia Optima Plug-in Hybrid frumsýndur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Mjög áhugavert að lesa um ferðalög þín og tilraunir með rafknúna fararskjóta, borið saman við litla og létta bensínknúna eða fararskjóta knúna "mann-afli".
Ferlimál, að geta ferðast hvort sem er stutt eða langt, er mikið frelsi, mikil lífsgæði, sem maður metur einig meira, eftir því sem maður verður eldri, og "mótorinn" á hefðbundnu reiðhjóli fer að verða örlitið slappari, efnahgur verður þrengri eftir starfslok, og erfiðara að fjarmagna kaup á nýjum bíl, og rekstrarkostnaður skiptir máli, auk umhverfissjonarmiða.
Eitt langar mig til að benda þér á, sem gæti mögulega hentað rafknúnum reiðhjóum til léttirs, en það eru tengivagnar. Lágir einhjóla tengivagnar af tegundinni BOB (Beast of Burden). Nokkrir slikir til hérlendis. Þesir vagnar taka ekki mikin vind á sig, ef ekki er hlaðið of hátt í þá, taka jafnvægið mun síður af reiðhjólinu en þungar ferðatöskur. Og einhjóla vagn eltir hjolið fullkomnlega.
Á langferðalögum mætti koma fyri auka rafgeymum í slikum vagni, og vera með léttari og minni rafgeymi á reiðhjolinu, þar sem auðvelt er að tengja Bob tengivagninn frá reiðhjólinu, langi mann að skreppa í smá krók, eða ferð, þar sem tengivagninn þarf ekki að vera með.
Eitt atriði hef ég gagnrýnt verulega, þegar kemur að rafbílum, það er orkuþétnni rafhlaðna, og líftími þeirra.
Nú veit ég, að þú Ómar, hefur komið að varðveslu rafbíls hérlendis.
Segðu mér, varðandi rafbílana, veistu um einhvern rafbíl, sem er 10 ára gamall og er enn í fullri notkun ?
Tvær ástæður að ég spyr, bæði með ggnrýni á rafbíla, og einnig af þeirri ástæðu, að bílar falla oft í verði með aldri, og þá er ekki óalgengt, að efnaminna fólk geti keypt eldri notaða bíla á góðu verði, jafnvel náð í ágætis bíl, sem hentar fjárhag sínum.
Kveðja,
Heimir H. Karlsson.
Heimir H. Karlsson (IP-tala skráð) 29.3.2019 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.