29.3.2019 | 16:06
Magnaður flugvélakirkjugarður í Mojave eyðimörkinni.
Á ferð síðuhafa og konu hans um Kaliforníu 2002 lá leiðin um tvö af þurrustu svæðum Ameríku, Mojave eyðimörkina og Death Valley.
Ýmis mögnuð og hrollvekjandi náttúrufyrirbæri mátti sjá á þessum eyðimerkurslóðum, en einna áhrifamest var að koma skyndilega eftir auðninni að risastórum flugvelli, þar sem flugvallarsvæðið, flugplön og akbrautir voru þakin flugvélum í hundraða tali.
Eins og orðið bilakirkjugarður er notaður um geymslustaði aflóga bíla, má nota svipað orð um þennan einstæða flugvöll, þar sem flugvélarnar eru í mismunandi ástandi en eiga það sameiginlegt að vera á áfangastað í átt til enda flugferilsins.
Sumar eru jafnvel fleygar, en er komið þarna fyrir til bráðabirgða vegna þess hve dýr stæði fyrir flugvélar eru á venjulegum flugvöllum.
Nú er svo að skilja á tengdri frétt á mbl.is að farþegalaus MAX-vél á leið til bráðabirgða geymslu hafi þurft að nauðlenda þarna í eyðimörkinni.
Hefði illa farið, hefði heitið "flugvélakirkjugarður" fengið óhugnanlega viðeigandi merkingu.
MAX-þota Southwest þurfti að nauðlenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hef komið þarna. Sá kirkjugarðinn úr fjarlægð en fór á safnið og ók í einhverskonar túristalest um svæðið. Man að ég skoðaði þarna airforce one sem kennedy kom í til Dallas þann örlagarika dag og fór liðinn heim og Johnson var vígður inn í vélinni. Fannst það tilkomumikið því þetta var líka stór atburður hér heima.
Jón Steinar Ragnarsson, 29.3.2019 kl. 19:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.