Skemmtileg safn, en lýst eftir elstu hlunkunum og einföldustu símunum.

Hugsanlegt farsímasafn Íslands gæti orðið skemmtilegt og fjölbreytt ef marka má það sem Gylfi Gylfason hefur sýnt. 

Þó sjást ekki á þeirri mynd fyrstu tvær kynslóðirnar, hlunkarnir stóru fyrir NMT kerfið sem voru hér fyrstu tíu árin. 

Þeir allra fyrstu voru fokdýrir og svo þungir og stórir að maður gat orðið slæmur í bakinu við að láta þá hanga á öxlinni. 

Ég hef alla tíð verið með tvo farsíma til öryggis, og sá minni hefur verið sá ódýrasti og einfaldasti á hverjum tíma. 

Sá síðasti af einföldustu gerð var keyptur á ca 5000 kall og var svo einfaldur, að rafhlaðan entist og entist, og það eitt var dásamlegur eiginleiki.

Og einstaklega einfaldur og auðskilinn í notkun. 

Svo andaðist hann nýlega en þá kom upp óvænt vandamál: Það var ekki hægt að finna jafn einfaldan í staðinn. 

´Sá einfaldasti sem fannst, er bæði með skjá og myndavél þannig að ending rafhlöðunnar er langt frá því sem var á þeim gamla. Og verðið tvöfalt hærra. 

Ástæðan, sem gefin var upp, var sú að það þýddi ekkert að bjóða fólki myndavélarlausan og einfaldan síma. Tíu þúsund krónu væri auk þess gjafverð. 

Vonin um að eiga eins einfaldan síma í notkun og sá gamli, fauk út í veður og vind. Nákvæmlega ekkert var eins og á þeim gamla. 

Það virðist vera einhver sýki í gangi í tölvuheiminum um að standa í stanslausum uppfærslum og breytingum, - oft að því er virðist bara breytinganna vegna og til þess að ergja mann. 

 


mbl.is Farsímasaga Íslands til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú færð síma àn myndavélar à emobi.is à 5.900

Niels R G (IP-tala skráð) 30.3.2019 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband