Leitað inn í tómarúm. Eins dauði annars brauð?

Þekkt er það fyrirbrigði í mannheimum og víðar, að ef brottfall einhvers fyrirbæri á sér stað, myndist tómarúm, sem hliðstætt fyrirbæri muni óhjákvæmilega sækja inn í til að fylla. 

Þetta er til að mynda þekkt í stórveldapólitík, þar sem hrun eins stórveldis verður til þess að annað stórveldi leiti þar inn og komi í staðinn.  

Síðan er líka til orðtakið "eins dauði er annars brauð", tekið beint úr dýraríkinu, þar sem sum dýr eða fuglar eru hræætur í stað þess að veiða og láta önnur dýr annast veiðina fyrir sig. 

Það fer hins vegar allt eftir aðstæðum hvort tómarúmið sé svo stórt þegar eitthvað hverfur og afleiðingarnar það miklar, að heildartjóni eða missir og rask sé samt umtalsvert. 


mbl.is Wizz air á hverjum degi til London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Í þessu tilfelli er mestur skaðinn við fall WOW hjá þeim sem missa atvinnuna. Þótt þjónustuaðilar í Leifsstöð muni vissulega þjónusta Wizz Air, þá verða verkefnin aðeins brot af því sem WOW stóð fyrir. Þannig að það verður varla fyllt upp í skarðið nema til lengri tíma sé litið, 2ja-3ja ára.

Aztec, 3.4.2019 kl. 18:06

2 Smámynd: Ívar Ottósson

Góður púnktur Ómar....við fall Sterling flugfélagsins ca 10 árum síðan reis Norwegian sem var þá mun minna flugfélag. En allt tekur tíma.

Ívar Ottósson, 3.4.2019 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband