4.4.2019 | 00:06
Það er þörf á öllum megavöttunum suður.
Ástæðan fyrir þvi hvað HS orka, eigandi Vesturverks, sækir fast að reisa Hvalárvirkjun getur varla verið önnur en sú, að orkan í jarðvarmavirkjunum HS orku fer dvínandi vegna rányrkju virkjananna í Svartsengi og á Reykjanesi.
Samkvæmt GPS-mælingum hefur land á virkjanasvæðunum þegar sigið um allt að 18 sentimetra og sjór er farinnn að ganga á land í Staðarhverfi vestan við Grindavík.
Ekki fæst orka úr nýjum borholum Reykjanesvirkjunar og orkufallið er þegar orðið 20-25 prósent.
Vegna græðgisfullra orkusölusamninga of langt fram í tímann eru það örvæntingarfullir menn sem neyta allra bragða til þess að bæta sér upp orkuskortinn með Hvalárvirkjun og með því að rústa Eldvörpum, sem eru með sama orkuhólf og Svartsengi.
Eldvarpavirkjun mun virka eins og að pissa í skóinn til að halda á sér hita, framlengja lítillega dauðateygjur virkjunarinnar en flýta hruninu sem kemur óhjákvæmilega.
Þá verður þörf á því að fá hvert einasta megavatt Hvalárvirkjunar suður til stóriðjunnar.
Yfir slíka hugsun má nota orðið skómigustefna.
Spennustig mun stjórna lengd strengs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Varmaaflsvirkjanir eu ekki endalausar auðlindir, þær hafa takmarkaðan líftíma ekki síst þar sem gengið er á grunnvatnið. Þar se mekki er verið að framleiða heitt vatn eru vatnsaflsvirkjanir mun betri kostur sbr.
https://skemman.is/handle/1946/13088
Ekki má gleyma mengunaráhrifum jarðvarmavirkjana á umhverfið sbr. hita- og þungmálmamengun í Þingvallavatni frá Nesjavallavirkjun. Enginn borðar lengur urriðann úr Þingvallavatni vegna kvikasilfurs í vatninu.
Júlíus Valsson, 4.4.2019 kl. 08:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.