Ţarf ađ setja sig inn í andrúmsloftiđ 1949. "Tryllt öld."

Síđuhöfundur er nógu gamall til ađ muna vel eftir ţví sem gerđist áriđ 1949. Rúmum tveimur árum fyrr hafđi Nýsköpunarstjórnin sprungiđ vegna samnings Íslendinga um ađgang bandaríska hersins ađ Keflavíkurflugvelli ţegar Kalda striđiđ var ađ skella á. 

Gríđarleg tortryggni ríkti í Vestur-Evrópu í garđ Sovétmanna, sem ţó höfđu sýnt ađ ţeir myndu virđa samkomulag Churchills og Stalíns um skiptingu Evrópu í áhrifasvćđi. 

Kommúnistar gerđu uppreisn í Grikklandi svo ađ úr varđ borgarastyrjöld sem Stalín skipti sér ekkert af til ţess ađ virđa samkomulagiđ um ađ Grikkland vćri á bresku áhrifasvćđi.

Júgóslavía og Austurríki áttu ađ vera á gráu svćđi og samkomulag náđist um hlutleysi Austurríkis og ţegar Tító gerđi Júgóslavíu hlutlausa, lét Stalín ţađ afskiptalausst.  

Sjálfur ćtlađist hann til ţess ađ Vesturveldin virtu samkomulagiđ varđandi ţađ ađ Tékkóslóvakía, Ungverjaland, Búlgaría og Rúmenía yrđu á rússnesku áhrifasvćđi. 

Vesturveldi urđu samt tortryggin ţegar Sovétmenn hreinlega tóku öll völd í Tékkóslóvakíu 1949 og beittu yfirburđa veldi landhers síns til ađ gera Austur-Evrópu ríkin ađ algerum leppríkjum Sovétríkjanna. 

Ţegar Sovétríkin réđust međ hervaldi inn í Ungverjaland 1956 og Tékkóslóvakíu 1968 til ţess ađ berja niđur allt andóf í ţessum ríkjum hreyfđu Vesturveldin ekki legg né liđ til ađ koma ţessum ríkjum til hjálpar frekar en ađ Stalín hafđi gert gagnvart Grikkjum 1946. 

En 1949 var fleira en örlög Tékka sem skapađi ótta og tortryggni á Vesturlöndum. 

Stalín hafđi lokađ öllum umsömdum landleiđum milli Vestur-Ţýskalands og Vestur-Berlínar, sem var inni í miđju Austur-Ţýskalandi og hugđist svelta Berlínarbúa til hlýđni. 

En Vesturveldunum tókst ađ halda uppi loftbrú til Berlínar sem Stalín ţorđi ekki ađ hrófla viđ en mikill stríđsótti ríkti.  Og ekki minnkađi hann ţegar kommúnistar sigruđu í borgarastyrjöld í Kína og lögđu fjölmennasta ríki heims undir sig og Norđur-Kórea réđist á Suđur-Kóreu 1950.  

Ofan á ţetta all voru kommúnistar búnir ađ vera sterkir á Ítalíu og í Frakklandi frá stríđslokum. 

Bretar og Bandaríkjamenn höfđu flutt landheri sína ađ mestu burtu frá meginlandi Evrópu strax í stríđslok á sama tíma sem Sovétmenn gerđu ekki ţađ sama. 

Bandaríkjamenn treystu á fćlingarmátt kjarnorkusprengjunnar og áttu nógu margar sprengjur til ađ varpa á 50 borgir í Sovétríkjunum.  

1949 bćttist síđan viđ hiđ óvćnta: Sovétmenn sprengdu fyrstu atómsprengju sína og síđuhöfundur minnist enn ţeirrar stóru fréttar. 

Viđ ţessar ađstćđur var óvissan nóg um ţađ hvađ Stalín hygđist fyrir til ţess ađ NATO var stofnađ.

Ţegar atburđir fyrir 70 árum eru skođađir verđur ađ setja sig í spor allra ađila ađ óróanum og óttanum, sem ríkti síđustu valda árum Stalíns 1949-1953. 

Bandaríkjamenn og Bretar höfđu yfirburđi á hafinu. Ţađ kom Sovétmönnum í koll 1962, ţegar ţeir urđu ađ gefa eftir gagnvart hafnbanni Bandaríkjamanna á Kúbu til ţess ađ afstýra flutningi kjarnorkueldflauga Sovétmanna ţangađ. 

Krústjöff hafđi misreiknađ sig og var felldur úr valdastóli 1965. En Sovétmenn lćrđu af ţessu og hófu stórfellda uppbyggingu flota síns, sem hefur veriđ endurvakin síđustu ár. 

Eftir á ađ hyggja hefđi lega Íslands inni á áhrifasvćđi Bandaríkjamanna, smá útvíkkun Monroe-kenningarinnar, átt ađ vera nóg til ađ varna ţví ađ Sovétmenn reyndu ađ taka landiđ. 

Og varla ţurft ađ hafa herlíđ á Íslandi fyrr en í fyrsta lagi 1970 ţegar sovéski flotinn var farinn ađ ógna verulega.  

En tortryggni og óvissa sem óx viđ Kóreustyrjöldina 1950 til 1953 gerđi tilkomu varnarlđiđsinns skiljanlega 1951.  

Ţótt síđuhafi vćri ungur ađ árum 1949 lá hann í dagblöđum ţess tíma og sat sem límdur viđ útvarpstćkiđ ađ hlusta á fréttatímana;  studdi inngönguna í NATO og hefđi gert ţađ ţótt hann hefđi veriđ eldri miđađ viđ ţćr upplýsingar og ţađ ástand em ríkti ţá; sem verđur ađ hafa í huga ţegar reynt er ađ leggja mat á ţessi umbrotasömuár sem skáldiđ Snorri Hjartarson lýsir međ heitstrengingu í lok ljóđsins síns "Land og ţjóđ og tunga:

"Ísland, í lyftum heitum höndum ver 

ég heiđur ţinn og líf gegn trylltri öld."


mbl.is Minntust 70 ára afmćlis NATÓ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Nokkuđ merkilegt sjónarhorn á eftirmála heimstyrjaldarinnar síđari.  Ekkert minnst á landiđ sem Sovétríkin lofuđu ađ halda frjálsar kosningar í. Landiđ sem oft er taliđ ađ innrás Ţjóđverja á, hafi markađ upphaf stríđsins (ţó ađ um ţađ megi vissulega deila).  Landiđ sem Sovétríkin réđust á rétt rúmlega hálfum mánuđi síđar.

Landiđ sem Sovetríkin kröfđust ađ eftirléti ţeim ţau landsvćđi sem ţeim var "úthlutađ" af Ţjóđverjum og ţau tóku í ţeirri innrás.

Pólland.

Ţess utan var ţađ ekki á valdsviđi, Churchills og Stalins ađ semja sín á milli um ţessi mál.

Annađ hafđi veriđ ákveđiđ á fundinum í Yalta, og áttu lönd eins og Pólland,  Tékkóslóvakía, Ungverjaland, Rúmenía og Búlgaría ađ "fá" frjálsar kosningar.

https://www.britannica.com/event/Yalta-Conference

Ţađ var nákvćmlega engin ástćđa til ţess ađ treysta Stalin og Sovétríkjunum áriđ 1949.

Síđan má bćta viđ lokun vegasambands viđ Berlín og umfangsmiklum njósnum Sovétríkjanna á Vesturlöndum.

Ţađ er undarleg árátta víđa ađ fegra hlut Sovétríkjanna í sögunni.

G. Tómas Gunnarsson, 5.4.2019 kl. 01:22

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

John F. Kennedy varđ fyrstur vestrćnna ţjóđhöfđingja til ţess ađ "fegra" hlut Rússa međ ţví ađ minnast á ţađ, ađ mannfall ţeirra og fórnir á Evrópuvígstöđunum var í margfalt stćrri mćli en mannfall Vesturveldanna til samans. 

Tíu sinnum fleiri hermenn tóku ţátt í orrustunni um Stalíngrad en í orrustunni um El Alamain. 

Stalín brenndi sig á ţví ađ trúa ţví ađ Hitler stćđi viđ griđasamninginn, sem međal annars fól í sér gagnkvćma ađstođ i form vöruskipta og fagurgala á báđa bóga. 

Tortryggnin var beggja megin viđ járntjaldiđ. Stalín átti erfitt međ ađ treysta neinu eftir hinar hrikalegu afleiđingar innrásar úr vestri. Tortryggni hans á öllum sviđum fór vaxandi síđustu ćviárin. 

Kortiđ sem ţeir Stalín og Churchill höfđu í höndum á fundi sínum var grunnurinn ađ skiptingu Evrópu ţótt ţeir tveir einir hefđu ekki formlega vald til ađ gera samninga einir í Yalta.  

Ómar Ragnarsson, 5.4.2019 kl. 01:51

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Smá leiđrétting. Kommúnistar í Tékkóslóvakíu hrifsuđu til sín völdin, međ stuđningi Sovétmanna, áriđ 1948 en ekki 49 eins og ţú segir í pistlinum

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.4.2019 kl. 07:55

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Viđ höfum deilt skođunum á ţessum tíma Ómar ţ´tt leiđir hafi skiliđ nokkuđ síđan

Halldór Jónsson, 6.4.2019 kl. 01:03

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband