Axarskaft sem varð til góðs. "Brennið þið, vitar!"

Á þessa bloggsíðu var sitthvað ritað á sínum tíma um það axarskaft að láta háhýsi við Höfðatorg skemma notkunagildi vitans í turni Sjómannaskólans. 

Síðuhafi á minningar um það þegar þetta hús var tekið í notkun og það hvað þessi viti í turni hans var viðeigandi og fallegur. 

Auk þess var hann hæsti bletturinn á byggingum bæjarlandsins þar til Hallgrímskirkjuturn reis. 

Þess vegna væri nöturlegt hvernig reist hefði verið hús sem kalla mætti hálfvita. 

En nú hefur þetta mál fengið farsælan endi og fætt af sér fallegt, skemmtilegt og nytsamlegt mannvirki við ströndina og þar með er hefur þetta axarskaft orðið til goðs. 

Kannski væri viðeigandi að setja upp sjálfspilandi tæki í vitanum sem spilaði lagið "Brennið þig, vitar!" á klukkustundar fresti, öllum vitum og sjófarendum landsins til heiðurs. 


mbl.is „Þarna mun hann standa um ókomna tíð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er nú kannski hæpið að segja að axarskaft, sem kostað hefur borgarbúa 150 milljónir, hafi verið til góðs. Það er vissulega kominn nýr viti, en það hefði vel mátt nota þessar 150 milljónir í aðra og þarfari hluti.

Þorsteinn Siglaugsson, 5.4.2019 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband