Lágmarks úrbætur. Þingvallavatni ógnað?

Þegar Þingvallavegur frá Þjónustumiðstöðinni til austurs var lagður í tilefni af þjóðhátíðinni 1974, óraði engan fyrir þeirri ferðamannaspreningingu sem orðið hefur síðan 2011. 

Vegurinn hefur verið hættulega mjór fyrir þá stóru bíla, sem nú fara um hann. 

Þegar náttúruverndarfólk bað um mat á þessum framkvæmdum á sínum tíma fékk það orð í eyra fyrir meintar öfgar og ábyrgð á töfum á upphafi framkvæmda. 

Í þeirri gagnrýni var skautað fram hjá því að krafan snerist ekki um það að banna úrbætur, heldur aðeins um það sjálfsagða atriði að vandað væri til verka á þessu viðkvæma svæði eins og kostur væri og eðlilegt í alla staði. 

Vegna umræðna um það mál skoaði síðuhafi málið og minnir að niðurstaðan hafi verið sú að aðeins yrði um 75 sentimetra breikkun að ræða á hvorri öxl og að eftir sem áður yrði um minnkaðan hraða að ræða, en það er mikilvægt, bæði út frá öryggissjónarmiðum og umhverfissjónarmiðum. 

Umhverfissjónarmiðin snúast ekki síst um það, að hreinleika Þingvallavatns er ógnað með framkvæmdum, mannvirkjum og umferð á vatnasvæði þess. 

Þjóðgarðurinn er á Heimsminjaskrá UNESCO og vatnasvæðið og jarðfræðilegt gildi þess á heimsmælikvarða, auk hins menningarlega gildis. 

Vatninu kann líka að vera ógnað vegna stóraukinnar umferðar.

Pétur M. Jónasson er vatnalíffræðingur, sem nýtur mikils álits vegna starfa sinna, og hefur haft uppi sterk varnaðarorð vegna þess að heimsfrægum hreinleika vatnsins sé ógnað af völdum efna úr útblæstri bifreiða við vatnið. 

Niðurstaða rannsókna hans hafa eins og svo margt annað hér á landi, ekki hafa fengið að njóta þeirrar samþykktar okkar á Ríósáttmálanum og öðrum alþjóðlegum reglum, að náttúran skuli njóta vafans, ef hann er einhver.  

Í ofanálag fer hiti vatnsins hækkandi og þar með hættan á að tærleiki þess muni dvína. 

Eiturefni hafa mælst í vatninu sunnanverðum (arsen), en Nesjavallavirkjun og affall þess eru aðeins fáa kílómetra fyrir sunnan vatnið. 

Rafvæðing bílaflotans kann að draga úr útblæstri bíla, en einnig gætu vegabætur og stytting leiða fyrir sunnan vatnið, fyrst milli Hveragerðis og Selfóss, en síðar áfram upp Grímsnes dregið úr umferð fyrir norðan vatnið. 

Þetta allt þyrfti að rannsaka sérstaklega, því að miklu meiri verðmæti eru fólgin í Þingvallavatni og umhverfi þess en menn gera sér grein fyrir. 

 


mbl.is Loka Þingvallavegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Thad er furdulegt med thessa tvo vegaspotta, ad ekki skuli fyrir löngu sídan vera búid ad gera thá ad einstefnuleidum. Thannig mundi umferd naest vatninu minnka um helming, hvora áttina sem ekid vaeri og ad auki vaeri ekki thörf á breikkun thessara stuttu vega. Báda vegina tharf ad lagfaera lítislháttar, en ekki nokkur einasta thörf á ad breikka! Sennilega of augljóst, einfalt og of ódýrt til ad koma til greina, hjá brudlmaskínu hins opinbera.

 Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 12.4.2019 kl. 17:52

2 identicon

Mjög merkileg fullyrðing um að umferð næst vatninu myndi minnka um helming ef sett yrði einstefna á báða vegina. Bílafjöldinn myndi nefnilega ekki breytast neitt; það eina sem breyttist væri að allir þeir sem ekið hefðu til austurs á öðrun veginum myndu nú aka hinn veginn og þar með bætast við þann fjölda sem áður ók hann til austurs, og svo myndi vesturumferðin færast yfir á hinn, til viðbótar við þá sem áður óku hann í þá átt.

Og hvorugur vegurinn ber þá umferð sem á honum er.

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 12.4.2019 kl. 22:16

3 Smámynd: Már Elíson

Túrisminn, óheftur og rúturnar, einnig óheftar, eru að eyðileggja þessa leið. - Þetta er og hefur verið látið afskipt svo árum eða áratugum skiptir. - Rútur, smekkfullar af fólki, til og frá Laugarvatni (Gullfossi, Geysi) eru á ferðinni og geta varla mæst og ekkert gert eða engu stýrt. - Það er eitthvað meira en lítið að í þessum málum hjá hinu opinbera, Vegagerðinni eða hverjum þeim sem í raun ber ábyrgt á þessu.

Már Elíson, 13.4.2019 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband