14.4.2019 | 21:14
Bestu lyfjafræðingana líka á verðlaunapallana?
Einhvern tíma hér á árum áður, þegar umræður um lyfjanotkun íþróttamanna var sem háværust, var sagt í hálfkæringi, að ef svo héldi fram sem horfði yrði sanngjarnast að lyfjasérfræðingur hvers íþróttamanns á verðlaunapalli, færi með honum upp á verðlaunapallinn.
Það þyrfti nefnilega mikla vinnu og útsjónarsemi til þess að stjórna þannig neyslu afreksfólks, að það slyppi í gegnum nálarauga lyfjaprófa.
Á fyrstu árum þessarar neyslu voru fjölmörg atriði sem bentu til neyslu stera og annarra efna, sem breyttu renglulegum unglingum í uppblásin vöðvatröll, og afreksmönnum við aldur, sem voru jafnvel farnir að dala, í menn sem fóru allt í einu að stórbæta árangur sinn á svo ævintýralegan hátt að merkilegt var, að á þeim tíma yrði engin umræða um það.
Þegar sænski kringlukastarinn Ricky Bruch játaði stórfellda steranotkun voru menn agndofa yfir umfangi málsins.
Hneykslin hafa verið mörg, svo sem í frönsku hjólreiðakeppninni Tour de France og þegar Ben Johnson var sviptur Ólympíugulli og heims- og ólympíumeti í Seoul 1966.
Útlit Mike Tyson og Evander Holyfield var keimlíkt útliti Johnsons í bardaganum 1997, þar esm Tyson beit stykki úr eyra Holyfield.
Vitað er að á marga virkar lyfjanotkun á persónuleika manna og gerir þá árásargjarna.
Það fyrirbæri orðaði Pétur Pétursson læknir á Akureyri, sem hafði deilt opinberlega á lyfjanotkunina eftirfarandi vísu:
Tyson óðan telja má.
Þó tel ég öruggt vera,
að bullur þær, sem bíta´og sla
brúki allar stera.
Fjallið viðurkennir steranotkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.