Frúarkirkjur koma við sögu í tveimur skæðum brunum.

Við Íslendingar eigum einn bruna í sögu okkar þar sem mikil menningarverðmæti fóru forgörðum, sem snertu dýpstu rætur okkar menningar. 

Það er bruninn mikli í Kaupmannahöfn 1728, sem þá var höfuðborg Íslands, þegar ekki tókst að bjarga hluta handritasafns Árna Magnússonar, þar sem forgörðum fóru ómetanleg handrit. 

Þá fór eldurinn mikli með eyðingarafli sínu um Frúarkirkjuna dönsku í þriðja sinn í sögu hennar, og þurfti að endurbyggja hana. 

Mikil menningar- og listarverðmæti eru í húfi í frönsku kirkjunni, en í þeirri dönsku eru meðal annars listaverk íslensk-danska myndhöggvarans Bertel Thorvaldsen. 

 

Auðvitað gríðarlegur stærðarmunur á dönsku og frönsku Frúarkirkjunni, en handritin sem eyðilögðust i hinum mikla eldi í Kaupinhafn 1728 voru dýrmæt og þriðjungur Kaupmannahafnar brann.  

Nú horfa Frakkar á einhvern mesta menningargimstein sinn brenna í beinni útsendingu, og bæði í þeim bruna og brunanum í Kaupmannahöfn koma Frúarkirkjur í höfuðborgum við sögu.   


mbl.is Notre Dame bjargað frá gjöreyðileggingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Ómar.

Aldrei þessu vant, verð ég að leiðrétta færslu þína lítillega, en í henni ruglar þú saman bruna Kaupmannahafnar 1728, sem kviknaði vegna óhapps og varð til þess að fjöldi handrita brunnu þegar eldhafið barst í Þrenningarkirkjuna við Sívalaturn.

Annari sögu gegnir um bruna dómkirkju Kaupmannahafnar, þeirri sem heitir Frúarkirkja, en hún, eða turn hennar brann í Napóleons stríðunum með afdrifaríkum afleiðingum fyrir stórveldis drauma danska konungsveldisins árið 1807, að áliti margra sagnfræðinga.

Nánar tiltekið, þá sátu Englendingar um borgina, hertoginn af Wellington á landi og Nelson flotaforingi af sjó og létu þeir rakettum rigna yfir borgina, þar sem heimamönnum tókst þó að slökkva og hafa hemil á eldunum, uns hina afdrifaríku þriðju nótt árásarinnar, hinn sjöunda september, að ein eldflaug Nelsons hæfði turn Frúarkirkju og kveikti í honum og þykir ýmsum líklegt að það hrikalega sjónarspil, auk þess að sjálfvirkt klukknaverk kirkjunar hóf að hringja til útfarar, hafa gert útslagið í að brjóta endanlega niður baráttuþrek varnarliðsins sem í kjölfarið lagði niður öll vopn og gafst upp.

Jónatan Karlsson, 16.4.2019 kl. 08:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband