Einstætt afrek, en þó ekki alveg án hliðstæðu. Foreman.

Það afrek Tiger Woods að rífa sig upp úr öskustónni sem hann féll í fyrir 12 árum á flestum sviðum er hugsanlega það mesta af þessu tagi hjá íþróttmanni í fremstu röð í heiminum. 

En þó er það ekki alveg víst, þótt því hafi verið haldið fram. 

Ekki má ekki gleyma hinu ótrúlega afreki hnefaleikarans George Foreman, sem vann að nýju í einstæðri endurkomu heimsmeistaratitil í þungavigt í hnefaleikum 20 árum eftir að hann tapaði tigninni 1974 í hinum fræga bardaga "Rumble in the jungle" við Muhammad Ali. 

Við tók þrautaganga, og eftir auðmýkjandi ósigur fyrir Jimmy Young 1977 féll Foreman alveg saman og snerti ekki boxhanska í heil tíu ár á bestu aldri venjulegs hnefaleikara. 

Hann byrjaði síðan aftur 37 ára gamall, á svipuðum aldri og margir heimsmeistarar á undan honum höfðu misst tignina þegar aldurinn sótti á þá, enda hafði enginn heimsmeistari í þungavigt orðið eldri en 37 ára sem heimsmeistari.  

Stundum hefur verið sagt að þrítugsaldur sé hinn "vafasami aldur" hnefaleikara hvað snertir þá snerpu og hraða sem þeir verði að hafa og Foreman byrjaði að nýju sjö árum eldri en það. 

Hann var 46 ára þegar hann náði takmarki sínu, níu árum eldri en næstelstu heimsmeistarnir höfðu verið, en Woods er 43ja ára. 

Golfmeistarar geta vænst að endast lengur á toppnum en þungavigtarmeistarar í boxi, svo að Wood eygir nú möguleika á því að ná Gullbirninum Jack Nicklaus hvað snertir sigra á risamótum.  


mbl.is Veit ekki hvort hann er áhyggjufullur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband