Laxeldi á landi, þvert ofan í hrakspár?

Í deilum um laxeldi hefur ekki verið deilt um eldi á landi, heldur fyrst og fremst eldi í sjókvíum.

En fram að þessu hafa sjókvíaeldismenn ráðið förinni í þessum efnum í krafti staðhæfinga um  að sjókvíaeldi sé svo margfalt hagkvæmara en eldi á landi, að landeildið eigi enga samkeppnisvon. 

Því vekur það athygli að sá kaupfélagsstjóri íslenskur sem hefur ásamt fleirum hafið Kaupfélag Skagfirðinga til einstakrar velgengni á mörgum sviðum, skuli vera að huga að umfangsmiklu laxeldi á landi, þvert ofan í eindregnar hrakspár sjókvíaeldismanna. 

Þórólfur segir að þróun í eldi á landi sé svo skammt komin og það svo lítið stundað, að það gefi ekki rétta mynd af þeim möguleikum, sem í því geti verið fólgið. 

Þórólfur verður varla sakaður um að hafa stigið mörg feilsporin í þróun á viðfangsefnum KS, að ekkert sé að marka hann. 

Á sama tíma sem stórveldi SÍS og kaupfélaganna hrundi að mestu, hefur veldi KS sýnt að hið fornkveðna er oft í gildi:  Veldur hver á heldur. 


mbl.is KS vill ala lax á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Kostirnir við sjókvíaeldið er að það þarfnast ekki kostnaðarsamra rafmagnsdæla sem að geta bilað og stuðlað að súrefnisskorti eins og í  kerjunum sem að eru á landi.

Af því að það er alltaf nægt súrefni í sjókvíunum.

-------------------------------------------------------------------

Ef að menn eiga nægan stofnkostnað til að starta strandeldi þar sem að sjó er dælt upp í varanleg ker á landi að þá getur það líka gengið;

og dæmi um slika stöð eru stöðvarnar á Vatnsleysuströndinni og í Grindavík: 

Þar er komin mikil reynsla á þessi mál: 

https://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2216198/

Jón Þórhallsson, 19.4.2019 kl. 14:04

2 identicon

Nota má sjávarföllin til að dæla sjónum á land.

Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 19.4.2019 kl. 15:03

3 identicon

Sjókvíaeldi er svo mikið hagkvæmara en eldi á landi að hægt er að stunda það á landsbyggðinni. Eldi á landi verður helst að vera á suðvesturhorninu til að eiga möguleika á að borga sig. Þess vegna er Kaupfélag Skagfirðinga með eldi á silungi og hugar að laxeldi í Þor­láks­höfn en ekki heima í Skagafirði, á Austfjörðum eða Vestfjörðum.

Vagn (IP-tala skráð) 19.4.2019 kl. 15:19

4 identicon

Svo er það næsta skref, ásýndarmengun, sjónmengun af landkvíaeldi er margföld á við sjókvíaeldið. Að auki kallar landkvíaeldið á mikið rafmagn og má því kannski spyrja, hvaða fossa skal virkja til að knýja landeldið og hvaða landsvæði eru "nógu ljót" til að taka undir landkvíaeldið? Þessara spurninga er eðlilegt og æskilegt að spyrja í tíma. - Einnig mætti velta fyrir sêr hvort forgangsraða í hvað "náttúruauðlindin" rafmagn sé notuð. T.d. hvort skapar fleiri og fjölbreyttari afleidd verðmæti fyrir þjóðina, landalinn fiskur eða skemmur sem hýsa rafræn gögn?

Arnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.4.2019 kl. 15:20

5 identicon

Kosturinn við sjókvíaeldi er að það skilur eftir sig afmáanleg umhverfisspor. Þegar kvíarnar eru teknar upp þá verður ekkert eftir nema skíturinn á botninum og hann er lífrænn og hverfur aftur inn í hringrás vistkerfisins á nokkrum árum. Eldi á landi krefst mikilla mannvirkja með tilheyrandi umhverfisraski sem er óafturkræft. Umhverfissinninn Ómar ætti að íhuga það. Seint verður sagt að srandeldisstöðvar á Reykjanesskaganum séu falleg mannvirki. Miklar byggingar, risavaxin ker úr steinsteypu, vegi, raflínur og svo þarf að virkja til að útvega rafmagn fyrir allar dælurnar. Svona eldisstöðvar á landi eru mjög háðar því að raforkuverð sé lágt, ef rafmagnið hækkar þá fara þær brátt á hausinn. Ef kaupfélagsstjórinn á Króknum ætlar í aukið landeldi þá mun hann auka þrýsting á að virkja í Skagafirði. En annars eitt enn: Sennilega mun orkupakki þrjú setja flestar landeldisstöðvar í fiskeldi beint í gjaldþrot innan fárra missera verði hann samþykktur fari svo að raforkuverð hækki verulega, tala nú ekki um ef það kemur sæstrengur. Þá er t. d. úti um seiðaframleiðslu fyrir matfiskeldið nema þá að matfiskeldið sé tilbúið að greiða hærra verð fyrir seiðin sem nemur dýrara rafmagni. 

Hermann Jónsson (IP-tala skráð) 19.4.2019 kl. 15:27

6 identicon

Það er góður millilandaflugvöllur á Egilstöðum,og Stórskipahöfn á Reyðarfirði þaðan sigla skipafélög beint a´markaði í Evrópu.Skrifar Vagn.Er það einhvað lögmál að einungis sé hagkvæmt að efla atvinnustarfsemi á Sv horninu.Nú eru uppi hugmyndir um að nýta afgangsvarman (glatvarma) frá hinu flott ÁLVEI hér eystra hví ekki að nýta hluta af honum í þessa atvinnustarfsemi.

"Eldi á landi verður helst að vera á suðvesturhorninu til að eiga möguleika á að borga sig"

Hjól (IP-tala skráð) 19.4.2019 kl. 19:03

7 identicon

Það er eitthvað lögmál að atvinnustarfsemi sem háð er flugi alla daga á marga staði í heiminum sé hagkvæmt að stunda í nálægð við fjölfarinn alþjóðaflugvöll. Sérstaklega ef framleiðsluaðferðin gefur ekki kost á mikilli hagkvæmni.

Vagn (IP-tala skráð) 20.4.2019 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband