24.4.2019 | 01:01
Rugl í fréttaflutningi.
Synd er þegar farið er rangt með staðarheiti í alvarlegu slysi. Þá er mikilsvert að allar staðreyndir séu á hreinu.
En því miður var sennilega sett Íslandsmet í ónákvæmni í frétt af slysi í kvöld.
"Í botni Langadals fyrir norðan Blönduós."
Langt er síðan annað eins rugl hefur verið sett í frétt um slysstað og í frétt af umferðarslysi í Botnastaðabrekku skammt frá Bólstaðarhlíð, sem er ysti bær í Svartárdal.
Smá von kviknar, úr því að Bólstaðarhlíðarbrekka er nefnd hjá einum netmiðlinum, um að hið rétta komi fram, en þessi von er kæfð í fæðingu, því að þá er bara bætt við ruglið með því að segja að slysstaðurinn sé "í botni Langadals, sunnan við Æsustaði og vestan við Húnaver."
Og Bólstaðarhlíðarbrekka er þar að auki rangnefni, því að Botnastaðabrekka er hið rétta.
Sú brekka er reyndar ekki vestan við Húnaver, heldur austan við Húnaver og hún er alls ekki í Langadal og alls ekki sunnan við Æsustaði, heldur í Svartárdal, hvað þá að Æsustaðir séu næsti bær við slysstaðinn.
"Í botni Langadals" er auk þess fullkomin þvæla, því að Langidalur er einn fárra dala á landinu, sem hefur engan botn, heldur er hann aðeins hluti lengri dals, þar sem Blöndudalur er framhald Langadals.
Þar að auki er áttunum snúið alveg við. Blönduós er nefnilega ekki í Langadal.
Og syðri mörk Langadals (svonefndur botn í fréttinni), þessi mörk eru ekki fyrir norðan Blönduós, heldur fyrir sunnan Blönduós, því að syðri mörk Langidals eru 27 kílómetrum fyrir sunnan Blönduós.
Alvarlega slasaður eftir bílveltu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég bjó í Blöndudal í æsku og hef aldrei heyrt „Og Bólstaðarhlíðarbrekka er þar að auki rangnefni, því að Botnastaðabrekka er hið rétta.“ Í daglegu tali var alltaf vísað á brekkuna sem Bólstíðarbrekku en stundum sem brekkuna fyrir ofan Húnver.
Erlendur S. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 24.4.2019 kl. 10:13
Ævarskarð er dalamót í Austur-húnavatnsssýslu. Þar mætast Langidalur, Blöndudalur, Svarárdalur og Þverárdalur sem er í raun framlenging af Laxárdal. Svartá rennur um Ævarsskarð og endar í Blöndu við Ártun og er lengi að sameinast Blöndu. Fátítt að 4 dalir mætist með þessum hætti á Íslandi
Blöndudalur og Langidalur eru í raun botnlausir. Bæir austanverðu eru taldir í Langadal, en að vestanverðu eru þeir nefndir Bakásar.
Sigvaldi Jósefsson frá Gafli bjó á Eldjárnssöðum sem er fremsta jörð í Blöndudal ekki í eyði. Það má teljast merkilegt að afkomendur hans hafa búið eða átt allar jarðir vestanverðum Blöndudal, nema Guðlaugstaði og Ytri- Löngimýri og á Bakásum eiga þeir alla línuna út að Gunnfríðastöðum . Nú síðast erfði Birgitta á Syðri-Löngumýri, mestan part af Tungunesi frá Stefáni Theodórssyni sem var lausamaður og bílstjóri og próventukarl á Syðri-Löngumýri.. Síðan eru það Kárastaðir=Aðalbjörg Sigvaldadóttir, Ásar, Þar bjó Hannes Ingavarsson og á Hamri Erlingur Ingavarsson Sigurlaugarsynir Sigvaldadóttur. Eru þær systur frá Eldjárnssöðum.
Það er sterk saga þarn á þessum slóðum þó ekki fari mikið fyrir henni. Kárastaðir og Ásar er einu jarðir í Svínavatnshreppi sem voru með véltækar engjar.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 24.4.2019 kl. 11:09
3 leiðréttingar: Höllustðir fylgja Guðlaugstaðraættinni. Birgitta hefur sennilega greitt fyrir Tungunes og Stefán var kostgangari, en ekki próventukarl, á Syðri-Mýrinni.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 24.4.2019 kl. 11:23
Ruglingurinn fékk nýja mynd í fréttum Bylgjunnar í hádeginu og með því að segja hann vera fyrir utan Blönduós.
Ég hringdi í lögreglustöðina á Blönduósi til þess að spyrja um það, hvar slysstaðurinn hefði verið, en sá, sem svaraði harðneitaði að veita nokkrar upplýsingar um það.
Á RÚV var sagt að slysið hefði orðið tvo kílómetra fyrirr vestan Bólstaðahlíð, en sé sú kílómetratala rétt, hefur slysið orðið vestarlega í Ævarsskarði, skammt frá þeim stað, þar sem Steingrímur J. Sigfússon lenti útaf hér um árið og slasaðist alvarlega.
Vegalengdin frá vegamótunum fyrir sunnan Æsustaði til Bólstaðahlíðar er þrír kílómetrar.
Ef ég man rétt var sett vegrið á slysstaðinn Steingríms J., og kannski verður sett vegrið þar sem slysið varð í gærkvöldi.
Ómar Ragnarsson, 24.4.2019 kl. 23:22
Ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að Steingrímur hafi fengið sending framan úr Blöndudal, en þar er mikið Framsóknarvirki. Á þrem jörðum. Hann hafi verið fipaður við stýrið.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 25.4.2019 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.