24.4.2019 | 10:45
Sótt inn í tómarúm?
Þegar WOW air hvarf af markaði skildi svo stór þátttakandi eftir sig ákveðið tómarúm.
Í slíkum tilfellum má búast við að einhverjir reyni að fylla það, ýmist keppinautarnir eða nýliðar.
Því skyldi engan undra að verið sé að reyna að setja á fót nýtt flugfélag sem komi til skjalanna áður en tómarúmið fyllist.
Hvort það tekst er hins vegar önnur saga og einnig það hvort farið verið eins langt og gert var hjá WOW air í lágum fargjöldum.
Því að það hlýtur að verða vandasamt að forðast að aftur fari allt á sama veg og hjá WOW air, og huga þarf vel að þeim atriðum sem felldu rekstur þessa stóra atvinnurekanda.
Leiðaráætlun nýs flugfélags tilbúin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Dómadags rugl að stofnun nýs flugfélags sé nauðsynlegt vegna almennings? Halda menn að Bónus hafi verið stofnaður til annars sen að græða peninga á almenningi? Til hvers stofnaði Hreiðar Stracta Hótel? Vegna mín?
Halldór Jónsson, 24.4.2019 kl. 13:11
Satt ómar þarna verður að stíga varlega til jarðar. Það er ekki mikið mál að skrifa undir samning og leiga vél. Byrja að selja miða út í bláinn en að standa í skilum er annað mál nema bankar sér samdauna þessu og vilja fyrirtæki sem fara fljótt á hausinn.
Valdimar Samúelsson, 24.4.2019 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.