Mælitækin dugðu ekki fyrir stökkið.

Í íþróttaögunni eru til dæmi um að eitthvert atriði sem hefur verið svo einstakt, að öll tæki og mælitæki í kringum þau urðu gagnslaus.

Líklega er frægasta dæmið stökk, sem var kallað stökk inn í næstu öld, fyrsta stökk Bob Beamons í langstökkskeppninni á Olympíuleikunum i Mexíkó 1968. 

Heimsmetið þá var 8,35 metrar, en þetta stökk Beamons var svo langtum lengra en það, að ekki var hægt að mæla það með þessari frábæru tækni. 

Ekki tók betur við þegar farið var að leita að málböndum, og þess vegna liðu tuttugu mínútur þar til niðurstaðan fékkst: 8,90 metrar meira en hálfum metra en gamla heimsmetið. 

Og þetta nýja risastökk entist sem heimsmet í 22 ár.

Svo mikill var sprengikraftur og léttleiki Beamons, að hann gerði langstökkið að eins konar þrístökki og framlengdi það með tveimur samfelldum kengúrustökkum! 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Var of hár fyrir endamarkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband