Stækkandi hópur sem sífellt verður útundan.

Á að refsa gömlu fólki sérstaklega fyrir að vera á lífi?  Það mætti ætla það ef miðað er við ýmis ummæli og gerðir, eða réttara sagt aðgerðarleysi þeirra sem ráða ferðinni við að gera svokallaða lífskjarasamninga, sem ekki ná yfir þúsundir og tugþúsundir lífeyrisþega, sem lepa dauðann úr skel. 

Enn einu sinni er gamla fólkið gert að eins konar utangarðsfólki, af því "að það passar ekki inn í samningagerðina" eins og það er orðað. 

Og brýnir "lífskjarasamningar" fyrir alla aðra en þetta fólk, gera þennan stóra þjóðfélagshóp að lítilsvirtri afgangsstærð, sem hann hefur reyndar tilhreyrt undanfarin ár og áratugi. 

Ef þetta fólk reynir að brjótast út úr fátækt er því haldið kyrfilega í henni með sérsníðnum ólögum, sem rænir það í raun lífeyri, sem það var búið að vinna sér inn. 

Fátæktargildran verður sífellt að stærri höfnun á rétti þess til lífs og lífsviðurværis, sannkallaðri lífskjarasviptingu á meðan aðrir fá kjarabætur í lífskjarasamningum. 

Athyglisvert var að sjá í sjónvarpsþættinum Kveik, að um það bil helmingur þeirra, sem verst fara út úr því að taka svonefnd smálán, er einmitt þetta illa stæða fólk, sem reynir í örvæntingu að grípa til örþrifaráða til að brjótast út úr fátækrarfangelsi, sem verður líka að ógeðslegu skuldafangelsi. 

 

 


mbl.is Öldruðu fólki haldið í „fátæktargildru“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og samt eru aldraðir í dag að fá margfalt það sem það fólk taldi sanngjarnt og réttlátt þegar þeirra foreldrar og afar og ömmur, voru í þeirra sporum. Þá þótti þessum þáverandi skattgreiðendum í lagi að lífeyrir skattgreiðenda til tekjulausra væri innan við fjórðung af lágmarkslaunum. Og þeir sem voru með tekjur áttu ekki að fá greiðslur frá skattgreiðendum.

Vagn (IP-tala skráð) 1.5.2019 kl. 18:57

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef þú átt við afa mína og ömmur mínar, ætti þessi fullyrðing þín að samsvara því að þau hefðu fengið minna en 60 þúsund á mánuði. Þetta var fjarri því að vera svona slæmt og ég sé ekki hvernig slæm kjör fyrir hálfri öld réttlæti núverandi ástand. 

Ómar Ragnarsson, 1.5.2019 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband