Belti og axlabönd. "Stjórnskipuleg óvissa."

Utanríkisráðherra talaði um að sett væru bæði belti og axlabönd með fyrirvörum varðandi þriðja orkupakkann í upphafi rökræðna um það hvort Íslendingar myndu eiga á hættu að missa frá sér yfirráð yfir íslenskri orku með innleiðingu pakkans. 

Friðrik Árni Friðriksson Hirst sagði í viðtali við mbl.is að þrátt fyrir þessa yfirlýsingu fylgdi því frekar "stjórnskipuleg óvissa" hvort fyrirvarar Alþingis héldu eins og þeim væri fyrir komið í tillögunni sem liggur fyrir Alþingi. 

Síður væri hætta á slíkri óvissu ef ákvæði um fyrirvarana væri sett beint inn í textann varðandi Ísland fyrir atbeina sameiginlegu EES-nefndarinnar. 

EES-samnignurinn hefur fært okkur miklu fleiri gagnlegar réttarbætur og hagræði en flestir gera sér grein fyrir og sératök fyrirvaraákvæði fyrir atbeina sameiginlegu EES-nefndarinnar í texta pakkans sjálfs varðandi Ísland er því eðlilegur hluti af samstarfi um orkumál eins og annað samstarf á vettvangi EES. 

Þess vegna ætti það að vera sjálfsagt mál að ef menn meina á annað borð eitthvað með orðunum "belti og axlabönd" varðandi stöðu Íslands, þá séu slík belti og axlabönd með sem best hald.  


mbl.is Segja samstarf um orkumál nauðsyn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sá sem notar bæði belti og axlabönd treystir hvorugu ...

SH (IP-tala skráð) 8.5.2019 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband