8.5.2019 | 13:06
Mjög gott og lofsvert framtak en hrekkur þó skammt.
Það eru afar góðar siðrænar fréttir að verið sé að þróa aðferð við Hellisheiðarvirkjun sem bindur koltvísýringinn, sem þar fer út í loftið.
Þar með er ráðist að hluta til að rótum útblástursvandans, sem eftir sem áður fer vaxandi, vegna þess að aðalorsökin er vaxandi útblástur, byggður á óstöðvandi neyslufíkn og bruðli núlifandi jarðarbúa.
Tölurnar, sem nefndar eru, eru aðeins brot af vandanum. Útblástur meðalbíls sem knúinn er jarðefnaeldsneyti, er meira en tvö tonn á ári, en þau umræddu tíu þúsund tonn, sem nefnd eru í tengri frétt á mbl.is samsvara útblæstri fimm þúsund bíla.
Í landinu eru hins vegar meira en 200 þúsund sem eru í landinu.
"Á skal að ósi stemma" sagði Þór og átti við það, að árangursríkara sé að ráðast að upptökum vaxtar en afleiðingum hans, árangursríkara að ráðast að meginrótum vandans en afleiðingum hans.
Koltvísýringur orðinn að grjóti á 2 árum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er ekki of mikið af grjóti á Íslandi og of lítið af gróðri sem þrífst á CO2? Eru þetta ekki umhverfisfjandsamlegar aðferðir gegn Móður Náttúru? Nær að þeir hreinsuðu SO3 úr sem er að eyðileggja allan rafbúnað í kring um virkjunina á gríðarstóru svæði.Og hvað gerir þetta eitur, brennisteinssýra, ekki við lungun í Hvergerðingum?
Halldór Jónsson, 8.5.2019 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.