En hvað þetta hefur breyst lítið í 65 ár!

Ég man þá tíð þegar ég var rúmlega fermdur að gefnar voru út dægurlagaplötur þar sem vinsælar íslenskar söngkonur sungu dúetta með karlsöngvurnum. 

Litla samfélagið okkar logaði af kjaftasögum um þessi meintu "pör" enda, þótt það fjaraði undan sögunum þegar enda aldrei hægt að finna fót fyrir neinum af þessum gróusögum. 

Nú ber svo við að í afar naumt skömmtuðum viðtalstíma Julian Assange í bresku fangelsi fá tvær persónur úr vinahópi hans að tala við hann samtímis. 

Viðtalið tekur á Pamelu Anderson og af göngu hennar með hughreystandi Kristni eru dregnar hinar glannalegustu ályktanir, enda forn fegurðarfrægð Pamelu í þáttunum um fáklæddu strandverði enn í minnum höfð hjá mörgum. 

Já, það er eins og ekkert hafi breyst hér uppi á skerinu á þessu sviði síðan 1954. 
Hvílíkt dejavu!   


mbl.is Pamela Anderson og Kristinn Hrafnsson?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mynd frá Jon Pall Gardarsson.

pallipilot (IP-tala skráð) 9.5.2019 kl. 19:48

2 identicon

Afsakið hvað myndin varð stór hjá mér, en það rýrir ekki gæði boðskapar hennar.

pallipilot (IP-tala skráð) 9.5.2019 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband