Bjartur dagur fyrir ensku knattspyrnuna.

Það er mikill sigur fyrir upprunaland nútíma knattspyrnu að það skuli verða tvö ensk knattspyrnulið sem leika til úrslita í meistarakeppni Evrópu. 

Enska knattspyrnan hefur gengið í gegnum súrt og sætt um dagana og var til dæmis niðurlægð í tveimur landsleikjum við Ungverja á sjötta áratug síðustu aldar þar sem þeir ensku biðu afhroð og voru meira að segja rassskelltir á heimavelli, með 6 mörkum gegn 3, þar sem sjöunda markið var dæmt af vegna meintrar rangstððu, sem var dæmd vegna þess að dómarinn áttaði sig ekki á hinu hraða spili Ungverja.

Tjallinn reis úr öskustó 1966 með því að hampa heimsmeistaratitli, þeim eina í sögu þeirra. 

Að vísu eru liðin í ensku deildinni með erlenda leikmenn innanborðs, en úrslitaleikurinn núna á milli þeirra styrkir þá sem halda því fram að enska deildin sé sú erfiðasta og sterkasta í heimi.  


mbl.is Grét og gat varla talað í leikslok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband