26.5.2019 | 18:22
Beltin og axlaböndin hjá Gulla
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráherra sagði í þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann að ráðherra líkti fyrirvörunum við belti og axlabönd. Með því viðurkenndi hann að ganga þyrfti þannig frá þessu máli að tryggilega væri búið um alla hnúta.
En svo kemur Friðrik Árni Friðriksson Hirst og segir að óvissa fylgi fyrirvörunum eins og þeir eru í tillögunni og Baudenbacher segir að stjórnmálaleg óvissa fylgi málinu. Bent er á að hægt sé að fá bæði belti og axlabönd í gegnum sameiginlegu EES nefndina. Og hvað gerist ef axlaböndin eru of löng og beltið svo trosnað að það slitnar?
Athugasemdir
Þá missir hann allt niður um sig eins og flokkurinn allur!
Sigurður I B Guðmundsson, 26.5.2019 kl. 21:31
Og hvað gerist ef þjóðin sannfærist um að bestsé að leggja sæstrengi og fara á morkuarkaðinn? Auka þjóðartekjurnar stórlega?
Halldór Jónsson, 27.5.2019 kl. 13:17
Mér var lofað pakka.
Af hverju fæ ég ekki pakka?
Er því, pakki að þakka
að ég fái ekki pakka.
Fékk einn pakka
Fékk annan pakka
Vil meiri pakka
Okkur að þakka
Skuggi (IP-tala skráð) 27.5.2019 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.