1.6.2019 | 12:53
"...og fótboltinn færist / annað hvort aftur á bak / eða í 14:2."
Ofangreindar línur úr gamanljóðinu "Íslands síspælda stjórn" frá árinu 1968, en það var skopstæling á ljóði Jónasar "Ísland, farsælda frón" eiga vel við ótal furðulega atburði í sögu knattspyrnunnar.
14:2 leikur Dana og Íslendinga var ekki aðeins dæmalaus út af fyrir sig, heldur ekki síður það, að í fyrsta Evrópuleik KR, sem leiknn var á svipuðum tíma með sama markmann og í 14:2 leiknum, urðu úrslitin 10:1.
Guðmundur Pétursson hirti því boltann úr netinu 24 sinnum í tveimur af stærstu leikjm ferils síns!
Alveg er á hreinu, að hvorug úrslitin lituðust á neinn hátt af veðmálum. Geysimiklar vonir voru til dæmis bundnar við Danaleikinn og í honum einum skoruðu Íslendingar tvöfalt fleiri mörk en í öllum landsleikjum við Dani tvo áratugi á undan!
Margoft hefur það gerst í knattspyrnuleikjum að tveir eða jafnvel fleiri leikmenn sama liðs hafa verið reknir af velli.
Af þessum sökum er oft erfitt að staðfesta grunsemdir um veðlánasvindl eða annað saknæmt athæfi í fótboltaleikjum.
FIFA rannsakar tólf marka sigurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er ekki alveg nákvæmt hjá þér. 1967 var þriðja árið sem KR tók þátt í Evrópukeppnum. Fyrstu árin urðu úrslit þessi.
Fyrstu leikir Íslensks liðs í Evrópukeppni voru leikir KR gegn Liverpool, sem var einnig að leika sinn fyrsta Evrópuleik, 1965 í E.k meistaraliða. þeim leikjum tapaði KR báðum 5-0 heima og 6-1 úti.
1965 tapaði KR báðum leikjum sínum gegn Rosenborg í bikarm keppninni 3-1.
l966 tapaði KR fyrir Nantes 3-2 h og 5-2 ú í keppni meistaraliða
1967 tapaði KR fyrir Aberdeen 10-0 ú og 4-1 h í keppni bikarm.
Trausti (IP-tala skráð) 1.6.2019 kl. 19:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.